Fara í efni

Friðrik Jónsson, erindi varðandi bága stöðu Slökkviliðs Húsavíkur

Málsnúmer 201306018

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 30. fundur - 12.06.2013

Fyrir fundinum liggur bréf frá Friðriki Jónssyni, framkvæmdastjóra Almannavarna Þingeyinga þar sem hann lýsir verulegum áhyggjum af stöðu Slökkviliðs Húsavíkur.Áður hafa bæði slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri liðsins líst áhyggjum af stöðu liðsins. Á síðasta fundi f&h var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið, í samvinnu við slökkviliðsstjóra að taka saman heildarkostnað vegna viðhaldsmála og fara yfir og greina hvernig bregðast megi við. Sú samantekt liggur fyrir fundinum ásamt bréfi Friðriks. Fundinn sátu undir þessum lið slökkviliðsstjóri, Jón Ásberg Salómonsson, varaslökkviliðsstjóri Grímur Kárason og Friðrik Jónsson framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar Þingeyinga og bréfritari, fundinn. Þeir fóru yfir stöðuna er varðar slökkvilið Húsavíkur. Ljóst er að staða brunavarnarmála og eldvarnareftirlits er alvarleg í Norðurþingi. Auknar kröfur á slökkvilið og uppbygging á Bakka kalla á endurskoðun málaflokksins í heild sinni. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipuð verði nefnd vegna þess undir forystu slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra. Nefndin verði skipuð fimm einstaklingum. Sú nefnd mun skila af sér eigi síðar en 1. september næstkomandi. Lagt er til að Almannavarnir Þingeyinga eigi fulltrúa í nefndinni auk þess tveir bæjarfulltrúar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 26. fundur - 20.06.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 30. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fyrir fundinum liggur bréf frá Friðriki Jónssyni, framkvæmdastjóra Almannavarna Þingeyinga þar sem hann lýsir verulegum áhyggjum af stöðu Slökkviliðs Húsavíkur. Áður hafa bæði slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri liðsins líst áhyggjum af stöðu liðsins.
Á síðasta fundi f&h var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið, í samvinnu við slökkviliðsstjóra að taka saman heildarkostnað vegna viðhaldsmála og fara yfir og greina hvernig bregðast megi við. Sú samantekt liggur fyrir fundinum ásamt bréfi Friðriks.
Fundinn sátu undir þessum lið slökkviliðsstjóri, Jón Ásberg Salómonsson, varaslökkviliðsstjóri Grímur Kárason og Friðrik Jónsson framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar Þingeyinga og bréfritari. Þeir fóru yfir stöðuna er varðar slökkvilið Húsavíkur.
Ljóst er að staða brunavarnarmála og eldvarnareftirlits er alvarleg í Norðurþingi. Auknar kröfur á slökkvilið og uppbygging á Bakka kalla á endurskoðun málaflokksins í heild sinni.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipuð verði nefnd vegna þess undir forystu slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra. Nefndin verði skipuð fimm einstaklingum. Sú nefnd mun skila af sér eigi síðar en 1. september næstkomandi. Lagt er til að Almannavarnir Þingeyinga eigi fulltrúa í nefndinni auk þess tveir bæjarfulltrúar. Til máls tóku: Soffía, Hjálmar Bogi, Jón Grímsson, Þráinn og Sigurgeir. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipa starfshóp og felur bæjarráði að gera erindisbréf fyrir starfshópinn og skipa fulltrúa í hann.

Bæjarráð Norðurþings - 78. fundur - 19.07.2013

Fyrir bæjarráði liggja drög að erindisbréfi er varða skipulag eldvarna í Norðurþingi. Bæjarráð samþykkir að skipa eftirfarandi aðila í starfshóp.1. Tryggvi Jóhannsson2. Grímur Kárason3. Jón Ásberg Salómonsson4. Jón Grímsson5. Áki Hauksson6. Friðrik Jónsson Bæjarráð leggur til að formaður starfshópsins verði Áki Hauksson.