Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

30. fundur 12. júní 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Arnþrúður Dagsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Hjálmar Bogi Hafliðason bæjarfulltrúi
Dagskrá

1.Staða bænda í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201305008Vakta málsnúmer

María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur kom á fund nefndarinnar og gerði henni grein fyrir stöðu bænda í sveitarfélaginu í ljósi þeirra áfalla sem dundu yfir landbúnaðinn í héraðið síðastliðinn vetur. María lagði fram minnisblað er varðar;- fóðurbirgðir- kal- girðingar- vegir og slóðar- fjárhagsstaða- afleiðingar september-hvellsins Ljóst er að bændur eru komnir niður fyrir öryggismörk er varðar fóðurbirgðir.Hið opinbera vanmetur fóðurþörf á svæðinu.Dæmi eru um 70% kaltjón á jörðum í sveitarfélaginu.Girðingar eru víða stórskemmdar.Í Þingeyjarsýslum er talið að vinna þarf upp um 2300-2500 ha af landi.Um 140 jarðar hafa beðið tjón eftir veturinn.Ljóst er að þessum hamförum má líkja við eldsumbrotin á Suðurlandi 2012. Framkvæmda- og þjónustunefnd þakkar Maríu fyrir greinargott yfirlit og minnisblað. Ljóst er að umfang tjónsins liggur enn ekki fyrir. Nefndin leggur til að framkvæmda- og þjónustufulltrúi setji sig í samband við fulltrúa annarra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum. Nefndin telur skynsamlegt að boðað verði til sameiginlegs fundar á sveitarstjórnarstigi milli þeirra er málið varðar í Þingeyjarsýslum.

2.Friðrik Jónsson, erindi varðandi bága stöðu Slökkviliðs Húsavíkur

Málsnúmer 201306018Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bréf frá Friðriki Jónssyni, framkvæmdastjóra Almannavarna Þingeyinga þar sem hann lýsir verulegum áhyggjum af stöðu Slökkviliðs Húsavíkur.Áður hafa bæði slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri liðsins líst áhyggjum af stöðu liðsins. Á síðasta fundi f&h var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið, í samvinnu við slökkviliðsstjóra að taka saman heildarkostnað vegna viðhaldsmála og fara yfir og greina hvernig bregðast megi við. Sú samantekt liggur fyrir fundinum ásamt bréfi Friðriks. Fundinn sátu undir þessum lið slökkviliðsstjóri, Jón Ásberg Salómonsson, varaslökkviliðsstjóri Grímur Kárason og Friðrik Jónsson framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar Þingeyinga og bréfritari, fundinn. Þeir fóru yfir stöðuna er varðar slökkvilið Húsavíkur. Ljóst er að staða brunavarnarmála og eldvarnareftirlits er alvarleg í Norðurþingi. Auknar kröfur á slökkvilið og uppbygging á Bakka kalla á endurskoðun málaflokksins í heild sinni. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipuð verði nefnd vegna þess undir forystu slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra. Nefndin verði skipuð fimm einstaklingum. Sú nefnd mun skila af sér eigi síðar en 1. september næstkomandi. Lagt er til að Almannavarnir Þingeyinga eigi fulltrúa í nefndinni auk þess tveir bæjarfulltrúar.

3.358. fundur stjórnar Hafnasambands íslands

Málsnúmer 201305075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Norðurgarður á Húsavík, ástand þekju

Málsnúmer 201306024Vakta málsnúmer

Hafnastjóri gerði nefndinni grein fyrir ástandi hluta þekju garðsins og hvað er til úrbóta. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

5.Frá Umhverfisstofnun varðandi tilskipun um brennistein í skipaolíu

Málsnúmer 201305036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Norðursigling, beiðni um stöðuleyfi fyrir 2 fm miðasölubás við flotbryggju

Málsnúmer 201305071Vakta málsnúmer

Norðursigling óskar eftir stöðuleyfi fyrir 2 m2 miðasölubás við flotbryggju þar sem bátar Norðursiglingar liggja (á móti Gamla-Bauk). Miðasölubásinn var áður uppi á bakkanum við hliðina á miðasöluhúsi (Vitanum). Tekið er fram að hann verði einungis notaður á háannatíma á tímabilinu frá miðjum júní fram í lok ágúst. Framkvæmda- og hafnanefnd hafnar erindinu enda muni staðsetning miðasölu á umbeðnum stað skapa aukna umferðarhættu á svæðinu. Norðursigling á þegar lóð á svæðinu fyrir neðan Bakka.

7.Stefán Guðmundsson f.h. Gentle Giants-Hvalferðir ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 9 m² söluhús á Hafnarstétt

Málsnúmer 201305064Vakta málsnúmer

Stefán Guðmundsson fyrir hönd GG sækir um stöðuleyfi fyrir söluhús/tjald á Hafnarstétt. Framkvæmda- og hafnanefnd hafnar erindinu enda muni staðsetning söluhúss/tjalds á umbeðnum stað skapa aukna umferðarhættu á svæðinu. GG á þegar lóð á svæðinu fyrir neðan Bakka.

8.Viðhaldsdýpkanir hafnanna á Kópaskeri og Húsavík

Málsnúmer 201306026Vakta málsnúmer

Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir viðhaldsdýpkun á Kópaskeri og Húsavík í sumar. Ástandið á báðum stöðum er orðið slæmt vegna sandburðar, sérstaklega á Kópaskeri.Dýpkun hafnanna er á samgönguáætlun en þær framkvæmdir sem þar er gert ráð fyrir duga skammt enda sandburður inn í hafnirnar mikill. Það er óskynsamlegt að eyða fjármunum í dýpkun sem skilar litlum árangri. Því þarf að verja auknum fjárnumum til verkanna til að skila þeim árangri sem þarf að ná. Framkvæmda- og hafnanefnd sækir um aukafjárveitingu vegna verksins enda verkið unnið í samvinnu við Siglingastofnun.

9.Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings óskar eftir söluheimild á löndunarhúsið á Raufarhöfn

Málsnúmer 201306022Vakta málsnúmer

Umsjónamaður fasteigna sækir um söluheimild á Löndunarhúsinu á Raufarhöfn. Húsið stendur á SR-lóðinni. F&h nefnd samþykkir söluheimild hússins að því gefnu að lóðarsamningur liggi fyrir.

10.Erindi frá Vegagerðinni varðandi viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201205021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Lögreglan á Húsavík,ástand gangbrauta á Húsavík

Málsnúmer 201305026Vakta málsnúmer

Í bréfi til framkvæmda- og hafnanefndar, ásamt myndskjali sem því fylgdi, kemur fram mat lögreglunnar að mikil þörf sé á að gera úrbætur varðandi merkingar á gangbrautum á Húsavík, ekki síst með tilliti til öryggis barna og ungmenna sem eru á leið til og frá skóla og þurfa að hafa gönguleiðir vel og greinilega merktar. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar lögreglunni fyrir erindið og tekur málið til skoðunar. Ljóst er að gera þarf bragarbót á merkingum. Vegna þjóðvegar í þéttbýli (þjóðvegur nr. 85) þarf að vera í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari. Gera þarf úrbætur hið fyrsta á þeim stöðum sem þegar eru gangbrautir. Skoða þarf hvar þarf að gera nýjar gangbrautir.

12.Framkvæmda- og hafnanefnd, lóð FSH

Málsnúmer 201306023Vakta málsnúmer

Fasteignir ríkissjóðs hafa látið hanna frágang á lóð FSH og samið við verktaka um framkvæmd. Kostnaðaráætlun liggur fyrir.F&h nefnd hefur borist beiðni frá stofnuninni um að sveitarfélagið greiði 40% kostnaðar við framkvæmdina en það mun vera sama hlutfall og gilti þegar skólinn var byggður. Framkvæmda- og hafnanefnd hafnar erindinu en hvetur Fasteignir ríkissjóðs til að fara í framkvæmdina á eigin kostnað.

13.Minjastofnun Íslands, veittur styrkur v/endurbóta á Kvíabekk, Húsavík

Málsnúmer 201306014Vakta málsnúmer

Minjastofnunin þakkar umsókn um styrk úr húsafriðunarsjóði vegna Kvíabekks og hefur að fengnu áliti húsafriðunarnefndar ákveðið að veita styrk að upphæð kr. 300.00 til verksins. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar framlag Minjastofnunar. Hjálmar Bogi óskar bókað:Vert er að þakka Minjastofnun sérstaklega svo rausnarlegt framlag sem mun sannarlega skipta sköpum vegna framkvæmdanna.

14.Fráveituframkvæmdir í Búðarárgili

Málsnúmer 201306025Vakta málsnúmer

Fyrir dyrum stendur útboð vegna fráveituframkvæmda Orkuveitu Húsavíkur í Búðarárgili. Nefndin kynnti sér umfang og eðli framkvæmdarinnar.

15.Vegagerð á Reykjaheiði

Málsnúmer 201306033Vakta málsnúmer

Nefndin kynnti sér uppdrátt af vegstæðinu en verkið hefur verið boðið út í tveimur hlutum og er fyrra útboðinu lokið en það seinna er í útboðsferli. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að kanna kosti þess að leggja rafstreng upp á að væntanlegu skíðasvæði samhliða framkvæmdum Landsnets á lagningu háspennustrengs.

16.Endurskoða hámarkshraða innan þéttbýlismarka

Málsnúmer 201304059Vakta málsnúmer

Málið var á dagskrá síðasta fundar f&h og nú aftur til yfirferðar. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að hámarkshraði verði 30km/klst. í eftirfarandi götum; Fossvöllum, Brávöllum, Sólvöllum, Reykjaheiðarvegi, Baughóli, Uppsalavegi, Holtagerði, Álfhóli og Stórhóli.

17.Endurskoðun umferðarmerkinga

Málsnúmer 201304060Vakta málsnúmer

Málið var á dagskrá síðasta fundar f&h, eins og málið um endurskoðun hámarkshraða, og nú aftur til yfirferðar í nefndinni. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að gera bragarbót á gangbrautum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

18.Bílastæði í miðbæ Húsavíkur

Málsnúmer 201105017Vakta málsnúmer

Farið yfir bílastæðamál í miðbæ Húsavíkur. Framkvæmda- og hafnanefnd telur að bæta þurfi merkingu sem vísar á almenningsbílastæði. Nefndin hvetur jafnframt lögregluyfirvöld til að bæta eftirlit með því að ökutækjum sé lagt löglega.

19.Vegagerð að Fákatröð í Saltvík.

Málsnúmer 201306030Vakta málsnúmer

Eigendur hesthúsa við Fákatröð hyggjast ganga frá sínum lóðum. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fela f&þ-fulltrúa framgang málsins er varðar aðkomu f&h-nefndar.

20.6. fundur Hafnasambands íslands, 20. sept. 2013

Málsnúmer 201306027Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

21.Raufarhafnarhöfn

Málsnúmer 201306031Vakta málsnúmer

Farið yfir ýmislegt varðandi höfnina á Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tímabundið að opnunartími vigtunarþjónustu við höfnina á Raufarhöfn verði frá kl. 10 til 19 virka daga. Utan þess tíma greiði menn fyrir útkall samkv. gjaldskrá.

Fundi slitið - kl. 16:00.