Fara í efni

Erindi frá Vegagerðinni varðandi viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201205021

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 18. fundur - 09.05.2012

Vegagerðin óskar eftir að sveitarfélagið hlutist til um að viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu verði lokið 30. júní 2012. Í vegalögum segir: Landeigandi skal annast viðhald girðinga með vegum í landi sínu. Sveitarfélag hefur eftirlit með viðhaldi girðinga í sveitarfélaginu og er heimilt að gera endurbætur á girðingu eða fjarlægja á kostnað landeiganda ef viðhaldi er ábótavant eða girðing bersýnilega óþörf. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að senda bréf til landeigenda í sveitarfélaginu og hvetja þá til sinna viðhaldi girðinga eins reglur gera ráð fyrir.