Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

18. fundur 09. maí 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Arnar Sigurðsson varamaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Arnþrúður Dagsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.344. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 201205010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.345. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 201205002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Fundagerðir Cruise Iceland

Málsnúmer 201109024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201110042Vakta málsnúmer


Farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar við tillögu um breytingar aðalskipulags miðhafnarsvæðis.
Í umsögn sinni telur Siglingastofnun að stóraukin starfsemi við ferðaþjónustu á svæðinu samrýmist illa umferð við hafnarvogina og valdi slysahættu. Því telur stofnunin að færa verði hafnarvogina þannig að hún verði aðskilin frá óviðkomandi umferð.
Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar telur að unnt verði að aðskilja umferð ferðamanna og umferð við hafnarvog á núverandi stað, þrátt fyrir útvíkkun blandaðs svæðis fyrir ferðaþjónustu og hafnarstarfsemi eins og lagt er upp með í tillögu að breyttu deiliskipulagi og samhliða breytingu aðalskipulags. Því sé ekki brýn þörf á flutningi hafnarvogar. Við endurskoðun deiliskipulags suðurhafnarsvæðis verði þó skoðaður möguleiki á flutningi hafnarvogar yfir á hreint hafnarsvæði. Hjálmar Bogi tekur undir umsögn Siglingastofnunar
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagið verð kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga án breytinga á þessu stigi.

5.Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201105013Vakta málsnúmer


Farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar við tillögu um breytingar skipulags miðhafnarsvæðis. Í umsögn sinni telur Siglingastofnun að stóraukin starfsemi við ferðaþjónustu á svæðinu samrýmist illa umferð við hafnarvogina og valdi slysahættu. Því telur stofnunin að færa verði hafnarvogina þannig að hún verði aðskilin frá óviðkomandi umferð.
Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar telur að unnt verði að aðskilja umferð ferðamanna og umferð við hafnarvog á núverandi stað, þrátt fyrir útvíkkun blandaðs svæðis fyrir ferðaþjónustu og hafnarstarfsemi eins og lagt er upp með í tillögu að breyttu deiliskipulagi og samhliða breytingu aðalskipulags. Því sé ekki brýn þörf á flutningi hafnarvogar. Við endurskoðun deiliskipulags suðurhafnarsvæðis verði þó skoðaður möguleiki á flutningi hafnarvogar yfir á hreint hafnarsvæði. Hjálmar Bogi tekur undir umsögn Siglingastofnunar Framkvæmda- og hafnanefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga án breytinga á þessu stigi.

6.Viðhald Húsavíkurvita

Málsnúmer 201205019Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Guðmundi Halldórssyni fyrir hönd félaga í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda þar sem þeir gera tilboð í að mála Húsavíkurvita með tilheyrandi múrviðgerðum fyrir ákveðna upphæð. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið og leggur áherslu á að verkinu verði lokið ekki síðar en 31. júlí nk.

7.Endurbygging Suðurgarðs á Húsavík

Málsnúmer 201205018Vakta málsnúmer

Á samgönguáætlun er gert ráð fyrir endurbyggingu á Suðurgarði árin 2012 og 2013. Fyrir fundinum lá gróf kostnaðar og verkáætlun í tölvupósti frá Siglingastofnun. Verkbyrjun ræðst af því hvenær efni í bryggju kemur sem verður sennilega seinnipart sumars eða byrjun hausts. Heildarkostnaður er áætlaður kr. 254 milljónir. Kostnaðarskipting við verkið er þannig að ríkið greiðir 60% en hafnasjóður Norðurþings 40%.Áætlaður hlutur Norðurþings 2012 er kr. 42,5 milljónir og á árinu 2013 kr. 56 milljónir, sem verði gert ráð fyrir við fjárhagsáætlun 2013. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að ráðast í framkvæmdina og óskar eftir fjárveitingu vegna ársins 2012.

8.Brynhildur Gísladóttir sækir um leyfi fyrir pylsuvagn á hafnarsvæði á Húsavík

Málsnúmer 201205014Vakta málsnúmer

Brynhildur óskar eftir leyfi, eða a.m.k. viðræðum um mögulega staðsetningu pylsuvagns á Hafnarsvæðinu á Húsavík sumarið 2012, eða frá ca. 15. júní til 1. september. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar samþykkir að veita stöðuleyfi. Vinnu við nýtt deiliskipulag er ekki lokið en þar er gert ráð fyrir svæðum undir torgsölu. Staðsetning verður ákveðin í samráði við hafnarvörð. Arnar er á móti slíkum stöðuleyfum á hafnarsvæðinu og telur að slík leyfi samrýmist ekki núverandi deiliskipulagi.

9.Helgi Jóhannsson óskar eftir leyfi fyrir pylsuvagni

Málsnúmer 201205020Vakta málsnúmer

Helgi spyr hvort mögulegt væri að fá leyfi fyrir að hafa lítinn pylsuvagn á Mærudögum 2012, staðsettan á hafnarsvæðinu eða tjaldsvæðinu eða þá að færa vagninn milli þessara svæða eftir hentugleikum. Framkvæmda- og hafnanefnd gerir ekki athugasemd við slík leyfi en vísar umsækjanda á framkvæmdaaðila Mærudaga 2012.

10.Umhverfisverðlaun Norðurþings 2012

Málsnúmer 201203049Vakta málsnúmer

Á 16. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 14. mars sl. var samþykkt að veita umhverfisverðlaun Norðurþings nú á hausti komanda. Eftir var að ákveða með hvaða hætt valið yrði til verðlauna og var farið yfir ýmsa möguleika. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa eftir ábendingum frá íbúum sem skilist fyrir 31. ágúst nk.

11.Tillaga unnin af Húsavíkurstofu f.h. rekstraraðila við norðurenda Garðarsbrautar varðandi merkingu bílastæða

Málsnúmer 201205015Vakta málsnúmer

Etirfarandi tillaga hefur borist og fylgdi henni uppdráttur: Við undirrituð hvetjum framkvæmda- og bygginganefnd til að merkja bílastæði vestan Garðarsbrautar, gengt Bókaverslun Þórarins, með 90 mínútna hámarks tímalengd í stæði. Undir hana skrifa fjórir rekstraraðilar í nágrenni bílastæðisins. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillöguna.

12.Fossvellir - gatnagerð

Málsnúmer 201109049Vakta málsnúmer

Í sumar á að ljúka þeim framkvæmdum við efri hluta Fossvalla sem byrjaðar voru á síðasta ári. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmdafulltrúa að koma verkinu af stað.

13.Leikvellir í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Málsnúmer 201006081Vakta málsnúmer

Á fundi 15. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 17. febrúar sl. var þetta mál á dagskrá en það er erindi frá tómstunda- og æskulýðsnefnd sem lagði til við framkvæmda- og hafnanefnd að leikvöllurinn við Túngötu yrði endurnýjaður á árinu 2012. Framkvæmda- og hafnanefnd frestaði afgreiðslu málsins þá. Framkvæmda- og hafnanefnd getur ekki orðið við erindinu.

14.Erindi frá Vegagerðinni varðandi viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201205021Vakta málsnúmer

Vegagerðin óskar eftir að sveitarfélagið hlutist til um að viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu verði lokið 30. júní 2012. Í vegalögum segir: Landeigandi skal annast viðhald girðinga með vegum í landi sínu. Sveitarfélag hefur eftirlit með viðhaldi girðinga í sveitarfélaginu og er heimilt að gera endurbætur á girðingu eða fjarlægja á kostnað landeiganda ef viðhaldi er ábótavant eða girðing bersýnilega óþörf. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að senda bréf til landeigenda í sveitarfélaginu og hvetja þá til sinna viðhaldi girðinga eins reglur gera ráð fyrir.

15.Gatnagerðargjald á nýju hesthúsasvæði

Málsnúmer 201205023Vakta málsnúmer

Eftir er að ákveða gatnagerðargjald á nýja hesthúsasvæðinu en um það gildir engin gjaldskrá. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að gatnagerðargjald á nýja heshúsavæði verði með eftirfarandi hætti: Árið 2012 og 2013 verði gjöldin 80% af gatnagerðargjaldi samkvæmt samþykktri gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Norðurþingi fyrir Húsavík. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við skipulags- og bygginganefnd að lóðir á nýju hesthúsasvæði verði auglýstar lausar til umsóknar.

16.Guðmundur Þ. Kristjánsson, ósk um afnot af landi fyrir dúfur, hænur og kanínur

Málsnúmer 201012083Vakta málsnúmer

Guðmundur Þráinn, fyrir hönd Bréfdúfnafélags Íslands, sótti í janúar 2011 um landsvæði fyrir dúfur, hænur og kanínur. Erfiðlega hefur gengið að finna svæði sem hentar. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að heimila slíka starfsemi á svæði við gróðurhúsin neðan Ásgarðs. Staðsetning og allar framkvæmdir skulu samþykktar af garðyrkjustjóra sem einnig mun hafa eftirlit með umgengni. Nefndin mun óska eftir greinargerð garðyrkjustjóra eftir eitt ár og þá verður tekin afstaða um framhald.

17.Arnhildur Pálmadóttir, verkefnið "skapandi tæknimenntastofa"

Málsnúmer 201203085Vakta málsnúmer

Hönnunarverksmiðjan sækir um afnot af verbúð, helst þá syðstu, fyrir Tæknismiðju sem er aðstaða fyrir menntastofnanir bæjarins, Borgarhólsskóla, Framhaldsskólann, Þekkingarnet Þingeyinga og þar með alla bæjarbúa til að læra á og nota nútímatækni fyrir framleiðslu og hönnun. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að verkefnið fái afnot af einni verbúð endurgjaldslaust í eitt ár frá 1. júní nk. að telja.Arnar telur óásættanlegt að húsnæði hafnarsjóð sé ráðstafað án gjaldtöku til einstaklinga eða fyrirtækja.

18.Gentle Giants sækir um leyfi fyrir viðbótarflotbryggju til bráðabirgða.

Málsnúmer 201205035Vakta málsnúmer

Stefán Guðmundsson f.h. GG sækir um leyfi fyrir viðbótarflotbryggju til bráðabirgða allt að 15 m. Kostnaður við bryggjuna skal alferið vera GG. F&H nefnd samþykkir erindið og heimilar notkun viðbótarbryggju til 1. okt. 2012.

Fundi slitið - kl. 16:00.