Fara í efni

Endurbygging Suðurgarðs á Húsavík

Málsnúmer 201205018

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 18. fundur - 09.05.2012

Á samgönguáætlun er gert ráð fyrir endurbyggingu á Suðurgarði árin 2012 og 2013. Fyrir fundinum lá gróf kostnaðar og verkáætlun í tölvupósti frá Siglingastofnun. Verkbyrjun ræðst af því hvenær efni í bryggju kemur sem verður sennilega seinnipart sumars eða byrjun hausts. Heildarkostnaður er áætlaður kr. 254 milljónir. Kostnaðarskipting við verkið er þannig að ríkið greiðir 60% en hafnasjóður Norðurþings 40%.Áætlaður hlutur Norðurþings 2012 er kr. 42,5 milljónir og á árinu 2013 kr. 56 milljónir, sem verði gert ráð fyrir við fjárhagsáætlun 2013. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að ráðast í framkvæmdina og óskar eftir fjárveitingu vegna ársins 2012.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 23. fundur - 14.11.2012

Hafnastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Í drögum að útboðs og verklýsingu er reiknað með að útboðsgögn verði tilbúin í þessari viku. Verkið auglýst og tilboðum skilað fyrir næstu mánaðamót og verkinu lokið 1. júní 2013. Lagt fram til kynningar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 31. fundur - 10.07.2013

Farið yfir tilboð í bryggjukrana frá Framtaki -Blossa ehf. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir kaupin enda innan áætlaðs kostnaðar á uppbyggingu Suðurgarðs.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37. fundur - 15.01.2014

Hafnastjóri fór yfir lokafund vegna framkvæmdarinnar. Framkvæmdinni telst lokið en endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir. Ljóst er að verkið mun fara fram úr áætlun. Kostnaðarskipting verksins er ríkið 60/40 sveitarfélagið.