Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

31. fundur 10. júlí 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Arnar Sigurðsson varamaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Stefán Sigurður Stefánsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Gunnlaugur Karl Hreinsson f.h. GPG Seafood óskar eftir stækkun athafnasvæðis félagsins til vesturs og suðurs

Málsnúmer 201306058Vakta málsnúmer

GPG Seafood óskar eftir stækkun athafnasvæðis félagsins á Húsavík. Vísað er til fyrra erindis 201205105 sem tekið var á 19. fundi f&h. Erindið nú er tvíþætt. Annars vegar möguleg stækkun til vesturs með færslu grjótgarðs og hins vegar stækkun til suðurs. Fyrirtækið er til viðræðu um útfærslu á greiðslu kostnaðar við færslu grjótgarðsins.Hafnarstjóri gerði grein fyrir erindinu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnarstjóra að leita umsagnar Siglingastofnunar og kanni jafnframt kostnað við verkið.

2.Gunnlaugur Karl Hreinsson f.h. GPG Seafood gerir athugasemdir við þjónustu hafnarvogar á Raufarhöfn

Málsnúmer 201306059Vakta málsnúmer

GPG Seafood lýsir yfir vonbrigðum með að opnunartíma hafnarvogar á Raufarhöfn hafi verið breytt frá fyrra skipulagi og óskar eftir að sveitarfélagið hafi samráð við þann aðila sem sér um alla þjónustu á staðnum við ákvarðanatöku sem þessa. Óskað er eftir að opnunartími hafnarvogar á Raufarhöfn sé hinn sami og á öðrum höfnum innan hafna Norðurþings. Þá er óskað eftir viðræðum um framtíðarskipulag hafnarmála á Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd bendir á að tímabundna ráðstöfun er að ræða sem verður endurskoðuð með haustinu.

3.357. fundur stjórnar Hafnasambands íslands

Málsnúmer 201305040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.6. fundur Hafnasambands íslands, 20. sept. 2013

Málsnúmer 201306027Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd felur Stefáni Sigurði Stefánssyni, yfirhafnaverði að sækja fundinn þann 20. september í Grindavík.

5.Cruise Iceland

Málsnúmer 201303007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Erindi frá Kristjáni Gunnari og Jónu Björgu, Stakkholti 3, varðandi frágang við og í götu

Málsnúmer 201306067Vakta málsnúmer


Kristján Gunnar og Jóna Björg gera athugasemdir við frágang sveitarfélagsins í Stakkholti og umhverfi þess.

Bréfið er í þremur liðum;
Í fyrsta lagi er að nefna að engin gangstétt er komin þrátt fyrir að íbúar séu búnir að greiða fyrir hana, í okkar tilfelli fengum við ekki mælt út fyrir lóðinni fyrr en öll gjöld væru greidd og við gerum ráð fyrir að eins hafi verið komið fram við alla íbúa götunnar.
Í öðru lagi er það malarnáman sem er ekki búið að ganga frá með tilheyrandi sandfoki yfir hús og íbúa í nágrenni við hana, áður hefur verið sent erindi vegna þessa en náman er ennþá óviðunandi frágengin.
Í þriðja lagi eru það grunnar í götunni sem eru búnir að standa óhreyfðir í 5 ár.

Því er til að svara að búið er að sá í svæðið sem um ræðir en ekki tekist að hefta fok að fullu.
Skipulags- og bygginganefnd hefur þegar sent eigendum ófrágenginna byggingarsvæða í sveitarfélaginu erindi þar sem úrbóta er krafist.

Framkvæmda- og hafnanefnd biðst velvirðingar á þeim töfum sem hafa orðið.

7.Isavia, tilkynning um flugslysaæfingu á Húsavíkurflugvelli

Málsnúmer 201306056Vakta málsnúmer

Ákveðið hefur verið að halda flugslysaæfingu á Húsavíkurflugvelli þann 5. október nk. Lagt fram til kynningar.

8.Leikvellir í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Málsnúmer 201006081Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ítrekar bókanir sínar frá 14.02.2011 og 14.06.2012. Í þeim bókunum kemur fram að einn leikvöllur verði endurnýjaður ár hvert með vísan til ástandsskoðunar leikvalla 2011.Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar málinu til framkvæmda- og hafnanefndar vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að tryggðir verði fjármuni að upphæð 4 milljónir til endurnýjunar á leikvöllum.

9.Norðurþing óskar eftir því við Siglingastofnun að sjóvarnargarður við sláturhús Norðlenska verði endurbyggður

Málsnúmer 201307011Vakta málsnúmer

Svar Siglingastofnunar við ósk um endurbyggingu sjóvarnargarðs sunnan Þorvaldsstaðaár annarsvegar og hinsvegar ráðstafanir til að stöðva sandburð inn í hafnarkjaftinn.Í svarinu kemur fram að á næsta ári er gert ráð fyrir á samgönguáætlun að verja 23 m. kr. til endurbyggingar sjóvarnargarðsins en stofnunin telur jafnframt að gera þurfi frekari styrkingar á næstu árum.Framkvæmd við hugsanlegan sandfangara þarf hinsvegar að bíða afgreiðslu næstu samgönguáætlunar. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur þunga áherslu á að endurbygging varnargarðs í Suðurfjöru verði hraðað sem allra mest enda mikið í húfi.

10.Viðhaldsdýpkanir hafnanna á Kópaskeri og Húsavík

Málsnúmer 201306026Vakta málsnúmer

Farið yfir dýpkunarplön vegna hafnanna en dýpkunarskip er væntanlegt til Húsavíkur á næstu dögum og fer síðan til Kópaskers.

11.Endurbygging Suðurgarðs á Húsavík

Málsnúmer 201205018Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð í bryggjukrana frá Framtaki -Blossa ehf. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir kaupin enda innan áætlaðs kostnaðar á uppbyggingu Suðurgarðs.

12.Erindi frá Þresti Eysteinssyni vegna skógræktarinnar í Skálamel

Málsnúmer 201307024Vakta málsnúmer

Borist hefur munnlegt erindi frá Þresti þar sem hann býðst til að grisja gamla skógræktarreitinn í Skálamel. Greiðsla fyrir verkið yrði það timbur sem til félli við grisjunina. Framkvæmda- og hafnanefnd fagnar erindinu enda verði verkið unnið í samráði við garðyrkjustjóra sveitarfélagsins.

13.Fákatröð -brunavarnir

Málsnúmer 201307027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja upplýsingar varðandi brunavarnir á nýju hesthúsavæði í Saltvík.Í upphaflegum áætlanum átti slökkvitjörn að vera 125 rúmmetrar og 14*8m að flatarmáli en vegna mistaka í útreikningi þarf slökkvitjörn á svæðinu að vera 363 og 45*20m að flatarmáli. Slík tjörn yrði mun stærri að flatarmáli og þekur meira land.Ljóst er að slökkvitjörn þarf að vera mun stærri en áætlanir geri ráð fyrir til uppfylla þau skilyrði sem sveitarfélaginu er skylt að veita enda skipulögð byggð á svæðinu. Að öðrum kosti þarf að leggja nýjar lagnir á svæðið.Fyrir er neysluvatnslögn á svæðið sem uppfyllir ekki skilyrði um brunavarnir. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar erindiu aftur til Orkuveitu Húsavíkur enda fer nefndin ekki með veitumál í sveitarfélginu. Undir þessum lið er mættur Grímur Kárason, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Húsavíkur.

Fundi slitið - kl. 16:00.