Fara í efni

Norðurþing óskar eftir því við Siglingastofnun að sjóvarnargarður við sláturhús Norðlenska verði endurbyggður

Málsnúmer 201307011

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 31. fundur - 10.07.2013

Svar Siglingastofnunar við ósk um endurbyggingu sjóvarnargarðs sunnan Þorvaldsstaðaár annarsvegar og hinsvegar ráðstafanir til að stöðva sandburð inn í hafnarkjaftinn.Í svarinu kemur fram að á næsta ári er gert ráð fyrir á samgönguáætlun að verja 23 m. kr. til endurbyggingar sjóvarnargarðsins en stofnunin telur jafnframt að gera þurfi frekari styrkingar á næstu árum.Framkvæmd við hugsanlegan sandfangara þarf hinsvegar að bíða afgreiðslu næstu samgönguáætlunar. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur þunga áherslu á að endurbygging varnargarðs í Suðurfjöru verði hraðað sem allra mest enda mikið í húfi.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37. fundur - 15.01.2014

Í byrjun desembermánaðar myndaðist stór geil í bakkann sunnan við Norðlenska enda gengur brim óbrotið upp í bakkann. Ljóst er að bregðast verður við hið fyrsta. Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að ítreka enn kröfu sveitarfélagsins gagnvart Siglingastofnun vegna þessa.