Fara í efni

Fákatröð -brunavarnir

Málsnúmer 201307027

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 31. fundur - 10.07.2013

Fyrir fundinum liggja upplýsingar varðandi brunavarnir á nýju hesthúsavæði í Saltvík.Í upphaflegum áætlanum átti slökkvitjörn að vera 125 rúmmetrar og 14*8m að flatarmáli en vegna mistaka í útreikningi þarf slökkvitjörn á svæðinu að vera 363 og 45*20m að flatarmáli. Slík tjörn yrði mun stærri að flatarmáli og þekur meira land.Ljóst er að slökkvitjörn þarf að vera mun stærri en áætlanir geri ráð fyrir til uppfylla þau skilyrði sem sveitarfélaginu er skylt að veita enda skipulögð byggð á svæðinu. Að öðrum kosti þarf að leggja nýjar lagnir á svæðið.Fyrir er neysluvatnslögn á svæðið sem uppfyllir ekki skilyrði um brunavarnir. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar erindiu aftur til Orkuveitu Húsavíkur enda fer nefndin ekki með veitumál í sveitarfélginu. Undir þessum lið er mættur Grímur Kárason, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Húsavíkur.