Fara í efni

Viðhaldsdýpkanir hafnanna á Kópaskeri og Húsavík

Málsnúmer 201306026

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 30. fundur - 12.06.2013

Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir viðhaldsdýpkun á Kópaskeri og Húsavík í sumar. Ástandið á báðum stöðum er orðið slæmt vegna sandburðar, sérstaklega á Kópaskeri.Dýpkun hafnanna er á samgönguáætlun en þær framkvæmdir sem þar er gert ráð fyrir duga skammt enda sandburður inn í hafnirnar mikill. Það er óskynsamlegt að eyða fjármunum í dýpkun sem skilar litlum árangri. Því þarf að verja auknum fjárnumum til verkanna til að skila þeim árangri sem þarf að ná. Framkvæmda- og hafnanefnd sækir um aukafjárveitingu vegna verksins enda verkið unnið í samvinnu við Siglingastofnun.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 31. fundur - 10.07.2013

Farið yfir dýpkunarplön vegna hafnanna en dýpkunarskip er væntanlegt til Húsavíkur á næstu dögum og fer síðan til Kópaskers.