Fara í efni

Gatnagerðargjald á nýju hesthúsasvæði

Málsnúmer 201205023

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 18. fundur - 09.05.2012

Eftir er að ákveða gatnagerðargjald á nýja hesthúsasvæðinu en um það gildir engin gjaldskrá. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að gatnagerðargjald á nýja heshúsavæði verði með eftirfarandi hætti: Árið 2012 og 2013 verði gjöldin 80% af gatnagerðargjaldi samkvæmt samþykktri gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Norðurþingi fyrir Húsavík. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við skipulags- og bygginganefnd að lóðir á nýju hesthúsasvæði verði auglýstar lausar til umsóknar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 15. fundur - 15.05.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 18. fundi framkvæmda- og hafnanefndar sem fram fór 9. maí s.l. Erindið ásamt afgreiðslu nefndarinnar er eftirfarandi: "Eftir er að ákveða gatnagerðargjald á nýja hesthúsasvæðinu en um það gildir engin gjaldskrá.Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að gatnagerðargjald á nýja heshúsavæði verði með eftirfarandi hætti:Árið 2012 og 2013 verði gjöldin 80% af gatnagerðargjaldi samkvæmt samþykktri gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Norðurþingi fyrir Húsavík.Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við skipulags- og bygginganefnd að lóðir á nýju hesthúsasvæði verði auglýstar lausar til umsóknar". Til máls tóku: Jón Helgi, Hjálmar Bogi, Soffía, Trausti og Bergur Fyrirliggjandi tillaga framkvæmda- og hafnanefndar samþykkt samhljóða.