Fara í efni

Endurskoðun umferðarmerkinga

Málsnúmer 201304060

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 28. fundur - 17.04.2013

Hjálmar Bogi og Jón Grímsson leggja fram eftirfarandi tillögu:" Endurskoða umferðarmerkingar, þær sem sveitarfélagið hefur umsjón með og ber ábyrgð á, s.s. gangbrautar- og biðskyldumerkingar. Gera endurbætur þar sem þess gerist þörf." Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillöguna og felur Áka Haukssyni og Hjálmari Boga að vinna tillögur í samráði við lögregluna og leggja fyrir nefndina.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 30. fundur - 12.06.2013

Málið var á dagskrá síðasta fundar f&h, eins og málið um endurskoðun hámarkshraða, og nú aftur til yfirferðar í nefndinni. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að gera bragarbót á gangbrautum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.