Fara í efni

Endurskoða hámarkshraða innan þéttbýlismarka

Málsnúmer 201304059

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 28. fundur - 17.04.2013

Hjálmar Bogi og Jón Grímsson leggja fram eftirfarandi tillögu:"Endurskoða hámarkshraða innan bæjarmarka (Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn).Lagt er til að lækka umferðarhraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst. í völdum íbúðagötum. Í samstarfi við Vegagerðina þarf að huga að aksturstilhögun á þjóðvegi 85 í gegnum Húsavík og við Lund." Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillöguna og felur Áka Haukssyni og Hjálmari Boga að vinna tillögur í samráði við lögregluna og leggja fyrir nefndina.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.05.2013

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Hjálmari Boga Hafliðasyni og Jóni Grímssyni sem tekið var fyrir á 28. fundi nefndarinnar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar frá 28. fundi:

Hjálmar Bogi og Jón Grímsson leggja fram eftirfarandi tillögu:

"Endurskoða hámarkshraða innan bæjarmarka (Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn).
Lagt er til að lækka umferðarhraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst. í völdum íbúðagötum.
Í samstarfi við Vegagerðina þarf að huga að aksturstilhögun á þjóðvegi 85 í gegnum Húsavík og við Lund."
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillöguna og felur Áka Haukssyni og Hjálmari Boga að vinna tillögur í samráði við lögregluna og leggja fyrir nefndina.

Nú liggja fyrir drög að tillögum frá Hjálmari og Áka sem eru til umræðu og kynningar.
Eftirfarandi eru tillögur undirritaðra varðandi lækkun umferðarhraða og skipulag umferðarmerkinga á Húsavík. Tillaga I. - umferðahraði.
Nokkur atriði· Umferðaröryggi eykst til muna· Stuðlar að bættri umferðarmenningu.· Haft var samráð við lögregluna á Húsavík við mótun tilögunnar.· Verði tillagan samþykkt mun hún auðvelda störf lögreglunnar. Tillaga að lækkuðum umferðarhraða í eftirfarandi götum, (sjá mynd.)
BrekkurnarHöfðavegur ? neðri hlutiHöfðabrekkaBaldursbrekkaSólbrekkaLyngbrekkaSkálabrekkaAuðbrekka ? efri hluti VellirnirBrávellirIðavellirSólvellirReykjaheiðarvegur HólinnHeiðargerðiUppsalavegur ? mið hlutiÁlfhóllStórhóll GerðinBrúnagerðiBreiðagerðiSteingerðiUrðagerðiLitlagerðiHágerðiHeiðargerði HoltinStekkjarholtStakkholtLyngholtLaugarholtÁrholt AnnaðTúngataÁrgataÁsgarðsvegur ? nú þegarGrundargarður ? nú þegarSkólagarður ? nú þega
Kostnaður vegna kaupa og uppsetningar á skiltum liggur ekki fyrir. Tillaga II. - umferðarmerkingar. Eftirfarandi er tillaga undirritaðra varðandi lækkun umferðarhraða á Húsavík. Nokkur atriði· Umferðaröryggi eykst til muna· Stuðlar að bættri umferðarmenningu.· Haft var samráð við lögregluna á Húsavík við mótun tilögunnar.· Verði tillagan samþykkt mun hún auðvelda störf lögreglunnar. Tillagan1. Bæta þarf að gangbrautarmerkingu; merking í götu og umferðarmerki beggja vegna gagnbrautar um gangandi umferð.2. Bæta þarf að yfirborðmerkingum á völdum gatnamótuna. Þverholt/Norðausturvegurb. Garðarsbraut/Stangarbakkic. Stórigarður/Garðarsbrautd. Laugarbrekka/Héðinsbraut3. Hugað þarf að lýsingu við gangbrautir. Sérstaklega við leiðir til og frá skóla. Tillaga að bættum merkingum (gangbrautir), sjá mynd. Sjá einnig fylgiskjal unnið af lögreglunni á Húsavík Til minnis vegna málsins· Athuga þarf sérstaklega merkingar og skilti varðandi umferð í miðbæ Húsavíkur enda áður komið til tals í nefndinni. · Gera bílastæði við Borgarhólsskóla að almenningsbílastæði með skýrum hætti og merkingum úr miðbænum.· Athuga þarf vegmálun á Hafnarstéttinni.· Kanna möguleika á kammtímabílastæði norðan við Húsavíkurkirkju.· Senda ferðaskrifstofum og ferðaþjónustuaðilum leiðbeiningar um langinu stórra bíla á Húsavík. Kostnaður vegna kaupa og uppsetningar á skiltum/málningu liggur ekki fyrir. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að vinna áfram að því markmiði að hámarkshraði á Húsavík verði 30 km/klst. nema á þjóðvegi 85 sem liggur í gegnum Húsavík. Framkvæmda- og hafnefnd felur Hjálmar Boga, Áka og Tryggva að vinna áfram að endanlegri útfærslu og leggja fyrir fundinn að nýju. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að endurbæta merkingar við gangbrautir og gatnamót.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 30. fundur - 12.06.2013

Málið var á dagskrá síðasta fundar f&h og nú aftur til yfirferðar. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að hámarkshraði verði 30km/klst. í eftirfarandi götum; Fossvöllum, Brávöllum, Sólvöllum, Reykjaheiðarvegi, Baughóli, Uppsalavegi, Holtagerði, Álfhóli og Stórhóli.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur tillaga frá Hjálmari Boga um breytingu á hámarkshraða við Stekkjarholt, Stakkholt, Lyngholt, Höfðabrekku, Baldursbrekku, Sólbrekku og Lyngbrekku þannig að hámarkshraðinn verði lækkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.