Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

26. fundur 20. júní 2013 kl. 16:15 - 20:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Jón Grímsson aðalmaður
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
 • Þráinn Guðni Gunnarsson 2. varaforseti
 • Sigurgeir Höskuldsson varamaður
 • Sigríður Valdimarsdóttir varamaður
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
 • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Átakskvóti á Raufarhöfn

Málsnúmer 201306049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem Hjámar Bogi Hafliðason lagði fyrir fund og óskaði eftir umræðum. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Sigríður, Þráinn, Trausti, Soffía og Jón Grímsson, Bæjarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Átakskvóti á Raufarhöfn

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um stjórn fiskveiða og breytingatillaga við frumvarpið felur í sér að Byggðastofnun fái kvóta til úthlutunar.

Undir forystu Byggðastofnunar hefur sveitarfélagið Norðurþing í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Háskólann á Akureyri og íbúasamtök á Raufarhöfn unnið að því með sértækum úrræðum að snúa við neikvæðri byggðaþróun á Raufarhöfn.

Átakskvóta sem sértæku úrræði er ætlað að treysta byggð og snúa við byggðaþróun og því mikilvægt að skilyrða veiðar og vinnslu við Raufarhöfn.

Bæjarstjórn Norðurþings skorar á Alþingi að veita brautargengi tillögu frá Atvinnuveganefnd, þess efnis að Byggðastofnun verði veitt heimild til að hafa forgöngu um úthlutun aflaheimilda til að grípa með markvissari hætti inn í byggðaþróun þar sem bráður vandi er fyrirliggjandi, eða yfirvofandi og styrkja þarf byggðarlög sem að verulegu leyti eru háð veiðum og vinnslu, eða eins og segir í tillögu Atvinnuveganefndar: ”Á fiskveiðiárunum 2013/2014 til og með 2017/2018 hefur Byggðastofnun til ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 1.800 þorskígildislestum til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.

Bókun bæjarstjórnar samþykkt samhljóða.

2.Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014

Málsnúmer 201006035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjastjórn liggur að gera breytingar á nefndaskipan. Sem aðalmaður í félags- og barnaverndarnefnd kemur Kolbrún Ada Gunnarsdóttir í stað Arnþrúðar Dagsdóttir.Sem aðalmaður í skipulags- og byggingarnefnd kemur Sigríður Hauksdóttir í stað Arnþrúðar Dagsdóttir.Sem varamaður í framkvæmda- og hafnanefnd kemur Sigríður Hauksdóttir í stað Arnþrúðar Dagsdóttir.Sem varamaður í fræðslu- og menningarnefndar kemur Trausti Aðalsteinsson í stað Helgu Árnadóttir.Sem varamaður í bæjarstjórn kemur Sigríður Hauksdóttir í stað Arnþrúðar Dagsdóttir.Sem varamaður í skipulags- og byggingarnefndar kemur Hjálmar Bogi Hafliðason í stað Katýar Bjarnadóttir. Fyrir bæjarstjórn liggur einnig kosning:1. forseta bæjarstjórnar2. fyrsta varaforseta bæjarstjórnar3. annars varaforseta bæjarstjórnar4. skipan fulltrúa í bæjarráð til 1. árs. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Gunnlaugur Stefánsson verði forseti bæjarstjórnar.Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Trausti Aðalsteinsson verði fyrsti varaforseti bæjarstjórnar.Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Olga Gísladóttir verði annar varaforseti bæjarstjórnar.Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir bæjarfulltrúar skipi bæjarráð til júní 2014. Jón Helgi Björnsson aðalmaður og formaður og til vara verði Olga Gísladóttir.Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður og til vara verði Soffía Helgadóttir.Þráinn Gunnarsson aðalmaður og til vara verði Jón Grímsson.Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi og til vara verði Sigríður Hauksdóttir.Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi og til vara verði Sigríður Valdimarsdóttir. Fyrirliggjandi tilnefningar samþykkar samhljóða.

3.Stefán Guðmundsson f.h. Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. óskar eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir skúra á þaki Nausts, Hafnarstétt 7

Málsnúmer 201306040Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi til afgreiðslu sem tekið var fyrir á 105. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgeiðsla nefndarinnar: Fyrr á árinu tók skipulags- og byggingarnefnd þá afstöðu að leyfa óbreytt ástand frá fyrra sumri í því ljósi að seint gekk með lokafrágang deiliskipulags miðhafnarsvæðis.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að samþykkt verði áframhaldandi stöðuleyfi fyrir umræddum húsum til loka október 2013. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

4.Völundur Snær Völundarson sækir um stöðuleyfi fyrir veitingatjald á þaki Nausts, Hafnarstétt 7

Málsnúmer 201306041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi til afgreiðslu sem tekið var fyrir á 105. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fyrr á árinu tók skipulags- og byggingarnefnd þá afstöðu að leyfa óbreytt ástand frá fyrra sumri í því ljósi að seint gekk með lokafrágang deiliskipulags miðhafnarsvæðis.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að samþykkt verði stöðuleyfi fyrir veitingatjaldi til 15. september 2013. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

5.Þórhildur Jónsdóttir og Jónas Sigmarsson sækja um lóðina Lyngholt 3

Málsnúmer 201305033Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 105. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þórhildur Jónsdóttir og Jónas Sigmarsson óska eftir úthlutun lóðarinnar að Lyngholti 3 eins og hún kemur fram í deiliskipulagi svæðisins.
Ekki eru aðrir umsækjendur um lóðina.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Þórhildi og Jónasi verði úthlutað lóðinni. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

6.Friðrik Jónsson, erindi varðandi bága stöðu Slökkviliðs Húsavíkur

Málsnúmer 201306018Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 30. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fyrir fundinum liggur bréf frá Friðriki Jónssyni, framkvæmdastjóra Almannavarna Þingeyinga þar sem hann lýsir verulegum áhyggjum af stöðu Slökkviliðs Húsavíkur. Áður hafa bæði slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri liðsins líst áhyggjum af stöðu liðsins.
Á síðasta fundi f&h var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið, í samvinnu við slökkviliðsstjóra að taka saman heildarkostnað vegna viðhaldsmála og fara yfir og greina hvernig bregðast megi við. Sú samantekt liggur fyrir fundinum ásamt bréfi Friðriks.
Fundinn sátu undir þessum lið slökkviliðsstjóri, Jón Ásberg Salómonsson, varaslökkviliðsstjóri Grímur Kárason og Friðrik Jónsson framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar Þingeyinga og bréfritari. Þeir fóru yfir stöðuna er varðar slökkvilið Húsavíkur.
Ljóst er að staða brunavarnarmála og eldvarnareftirlits er alvarleg í Norðurþingi. Auknar kröfur á slökkvilið og uppbygging á Bakka kalla á endurskoðun málaflokksins í heild sinni.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipuð verði nefnd vegna þess undir forystu slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra. Nefndin verði skipuð fimm einstaklingum. Sú nefnd mun skila af sér eigi síðar en 1. september næstkomandi. Lagt er til að Almannavarnir Þingeyinga eigi fulltrúa í nefndinni auk þess tveir bæjarfulltrúar. Til máls tóku: Soffía, Hjálmar Bogi, Jón Grímsson, Þráinn og Sigurgeir. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipa starfshóp og felur bæjarráði að gera erindisbréf fyrir starfshópinn og skipa fulltrúa í hann.

7.Umboð til bæjarráðs

Málsnúmer 201205050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu veiting umboðs til handa bæjarráði sem mun fara með fullnaðarafgreiðslur bæjarstjórnar vegna sumarorlofs 2013. Umboðið stendur í tvo mánuði, frá og með 21. júní til og með 20. ágúst 2013. Samþykkt samhljóða.

8.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 26

Málsnúmer 1305005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 26. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 3. lið: Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir 6. lið: Hjálmar Bogi og Soffía. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

9.Bæjarráð Norðurþings - 74

Málsnúmer 1305006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 74. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 5. lið: Hjálmar Bogi, Jón Grímsson, Soffía, Trausti, Olga og Gunnlaugur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

10.Bæjarráð Norðurþings - 75

Málsnúmer 1305007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 75. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

11.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 27

Málsnúmer 1306001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 27. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

12.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 36

Málsnúmer 1306003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 36. fundar félags- og barnaverndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

13.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 21

Málsnúmer 1306006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 21. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 4. lið: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

14.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 105

Málsnúmer 1306004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 105. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

15.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 30

Málsnúmer 1306005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 30. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 2. lið: Hjálmar Bogi, Jón Grímsson og Trausti.Til máls tóku undir 8. lið: Jón Grímsson og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

16.Bæjarráð Norðurþings - 76

Málsnúmer 1306007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 76. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

Fundi slitið - kl. 20:00.