Fara í efni

Átakskvóti á Raufarhöfn

Málsnúmer 201306049

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 26. fundur - 20.06.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem Hjámar Bogi Hafliðason lagði fyrir fund og óskaði eftir umræðum. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Sigríður, Þráinn, Trausti, Soffía og Jón Grímsson, Bæjarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Átakskvóti á Raufarhöfn

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um stjórn fiskveiða og breytingatillaga við frumvarpið felur í sér að Byggðastofnun fái kvóta til úthlutunar.

Undir forystu Byggðastofnunar hefur sveitarfélagið Norðurþing í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Háskólann á Akureyri og íbúasamtök á Raufarhöfn unnið að því með sértækum úrræðum að snúa við neikvæðri byggðaþróun á Raufarhöfn.

Átakskvóta sem sértæku úrræði er ætlað að treysta byggð og snúa við byggðaþróun og því mikilvægt að skilyrða veiðar og vinnslu við Raufarhöfn.

Bæjarstjórn Norðurþings skorar á Alþingi að veita brautargengi tillögu frá Atvinnuveganefnd, þess efnis að Byggðastofnun verði veitt heimild til að hafa forgöngu um úthlutun aflaheimilda til að grípa með markvissari hætti inn í byggðaþróun þar sem bráður vandi er fyrirliggjandi, eða yfirvofandi og styrkja þarf byggðarlög sem að verulegu leyti eru háð veiðum og vinnslu, eða eins og segir í tillögu Atvinnuveganefndar: ”Á fiskveiðiárunum 2013/2014 til og með 2017/2018 hefur Byggðastofnun til ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 1.800 þorskígildislestum til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.

Bókun bæjarstjórnar samþykkt samhljóða.