Fara í efni

Afrit af svarbréfi frá Lyfju hf. til íbúasamtaka Raufarhafnar varðandi athugasemdir við starfsemi Lyfju á Raufarhöfn og Kópaskeri

Málsnúmer 201306005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 76. fundur - 13.06.2013

Fyrir bæjarráði liggja bréf frá íbúasamtökum Raufarhafnar varðandi starfsemi Lyfju á Raufarhöfn og Kópaskeri. Eftirfarandi kemur fram í bréfum samtakanna: ;
Nýstofnuð Íbúasamtök Raufarhafnar harma þá ákvörðun Lyfju að skerða þjónustu við íbúa Raufarhafnar, Kópaskers og nágrennis. Þessi breyting skerðir lífsgæði íbúa og eins og póstþjónustu er háttað, þá tekur einn til tvo daga að fá afgreidd lyf, þar sem lyfjasendingar koma gjarnan eftir lokun lyfjaafgreiðslu. Einnig getur skapast hættuástand þar sem læknar geta ekki nálgast nauðsynleg lyf í bráðatilfellum. Þetta telja íbúasamtökin vera aðför að öryggi íbúanna og skapi öryggisleysi, ekki síst hjá eldri borgurum. Íbúasamtök Raufarhafnar skora á Lyfju að endurskoða þessa ákvörðun með hagsmuni íbúa svæðisins í huga. ;
Afrit af áskorun sent til Heilbrigðisráðuneytis, Bæjarstjórnar Norðurþings, Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, auk þeirra aðila sem að átaksverkefninu á Raufarhöfn standa, það er Byggðastofnun, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri.
;
Samtökunum hefur borist svar frá framkvæmdastjóra Lyfju, dagsett 3. júní. Í bréfinu er gerð grein fyrir ákvörðun félagsins en það kemur ekki fram að Lyfja hugsi sér að endurskoða fyrrnefnda ákvörðun. ;
Að mati íbúasamtakanna er skerðing á þjónustu Lyfju bagaleg fyrir íbúa Raufarhafnar, Kópaskers og nágrenni. Til að fá frá fyrstu hendi hvað breytingarnar þýða og til að meta þörf á frekari aðgerðum í málinu, þá óska íbúasamtökin hér með eftir fundi með framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og heilsugæslulækni og hjúkrunarfræðingi á Raufarhöfn og Kópaskeri. Einnig óska íbúasamtökin eftir að fulltrúi Norðurþings, bæjarstjóri og/eða staðgengill bæjarstjóra, sitji fundinn. ;
Lagt er til að fundurinn verði miðvikudaginn 19. júní eftir hádegi. Gott væri að fá viðbrögð við þessum fundartíma eða tillögu að öðrum tíma. ;
;
Bæjarráð þakkar samtökunum fyrir erindið og mun fulltrúi sveitarfélagsins mæta á fundinn. ; ;

Bæjarráð Norðurþings - 78. fundur - 19.07.2013

Fyrir bæjarráði til kynningar afrit af svarbréfi Lyfju hf. til íbúasamtaka Raufarhafnar. Bréfið er lagt fram til kynningar.