Fara í efni

Hvalasafnið á Húsavík og Garðarshólmur, ósk um aðkomu Norðurþings að verkefninu "Fræða- og menningarklasi Norðurþings"

Málsnúmer 201306079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 78. fundur - 19.07.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hvalasafninu og Garðarshólmi þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins í uppbyggingu safnanna til lengri tíma. Bæjarráð, eins og áður, tekur jákvætt í erindið og samþykkir að taka þátt í verkefninu.

Bæjarráð Norðurþings - 82. fundur - 12.09.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá verkefnastjórn sem skipaður var um verkefni Hvalasafnisins og Garðarshólms. Meðfylgjandi erindinu er verkáætlun og verklýsing. Verkefninu er áfangaskipt en gert er ráð fyrir að hægt verði að opna sýningu með steypireyðargrindinni sumarið 2015. Samkvæmt erindinu er óskað eftir styrkveitingu að upphæð 5 milljónir króna af 7,5 milljóna króna heildarkostnaði við undirbúning. Bæjarráð óskar eftir viðræðum við verkefnastjórnina um verkefnið og felur bæjarstjóra að boða viðkomandi á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Norðurþings - 84. fundur - 10.10.2013

Á fund bæjarráðs mættu Óli Halldórsson, stjórnarmaður í Hvalasafninu, Einar Gíslason, framkvæmdastjóri Hvalasafnsins og Árni Sigurbjarnarson stjórnarmaður í Garðarshólms til að fara yfir og kynna málefni Hvalasafnsins á Húsavík og Garðarshólms vegna uppbyggingar- og framtíðarsýnar stofnana. Bæjarráð þakkar þeim fyrir yfirferð og kynningu á stöðu mála. Bæjarráð samþykkir að leggja til allt að 1.000.000.- króna sem nýta skal til frumathugunar á framkvæmdarkostnaði við nýbyggingu við Hvalasafnið. Framlagið er skilyrt sambærilegu framlagi samstarfsaðila.