Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

84. fundur 10. október 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Soffía Helgadóttir 2. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Hvalasafnið á Húsavík og Garðarshólmur, ósk um aðkomu Norðurþings að verkefninu "Fræða- og menningarklasi Norðurþings"

Málsnúmer 201306079Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Óli Halldórsson, stjórnarmaður í Hvalasafninu, Einar Gíslason, framkvæmdastjóri Hvalasafnsins og Árni Sigurbjarnarson stjórnarmaður í Garðarshólms til að fara yfir og kynna málefni Hvalasafnsins á Húsavík og Garðarshólms vegna uppbyggingar- og framtíðarsýnar stofnana. Bæjarráð þakkar þeim fyrir yfirferð og kynningu á stöðu mála. Bæjarráð samþykkir að leggja til allt að 1.000.000.- króna sem nýta skal til frumathugunar á framkvæmdarkostnaði við nýbyggingu við Hvalasafnið. Framlagið er skilyrt sambærilegu framlagi samstarfsaðila.

2.Boð frá STH v/ 50 ára afmælis félagsins

Málsnúmer 201310006Vakta málsnúmer

Í tilefni af 50 ára afmæli Starfsmannafélags Húsavíkur sem fer fram laugardaginn 26. október n.k. í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík frá kl. 20:30 - 23:00 vill stjórn STH bjóða bæjarstjórn til samsætis. Lagt fram til kynningar.

3.Erindi frá Flugfélaginu Erni varðandi stöðu ríkisstyrkts áætlunarflugs innanlands

Málsnúmer 201310049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá flugfélaginu Ernir.Bæjarráð óskaði fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan eftir fundi með forsvarmönnum Isavia vegna aðflugshallamæla við Húsavíkurflugvöll í Aðaldal. Fulltrúar Ísavia munu mæta til fundar á Húsavík næst komandi mánudag til að fara yfir beiðni Norðurþings og Þingeyjarsveitar. Því skal halda til haga að flug til Húsavíkur nýtur engra ríkisstyrkja. Lagt fram til kynningar.

4.Erindi frá Sólveigu Höllu Kristjánsdóttir

Málsnúmer 201309084Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sólveigu Höllu Kristjánsdóttir þar sem farið er yfir sálgæsluþörf í samfélaginu. Tillaga fylgir erindinu sem felur í sér aðkomu Norðurþings, Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og kirkjunnar að samstarfsverkefni um sálgæsluþjónustu við íbúa Norðurþings til viðbótar við þá þjónustu sem þegar er veitt. Bréfritari er tilbúin til viðræðna um verkefnið sé þess óskað. Bæjarráð felur bæjarstjóra og félagsmálastjóra að ræða við bréfritara.

5.Fjárlaganefnd Alþingis, boð um fund með nefndinni

Málsnúmer 201309088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð frá fjárlaganefnd Alþingis dagana 28., 29., 30. október og 1. nóvember n.k. Hverjum fundi er ætlaðar 15 til 20 mínútur. Óskað er eftir því að sveitarfélögin leggi áherslu á málefni sem varða fjármálasamskipti ríkis og sveitarfélaga, verkaskiptingu þeirra á milli, skuldastöðu og fjárhagsafkomu sveitarfélaga, svo og önnur mál er tengjast málefnasviði nefndarinnar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fjárlaganefnd.

6.Frá Velferðarráðuneyti, áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilmbrigðisumdæma

Málsnúmer 201309087Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir viðbrögðum sveitarfélagsins við fyrirhuguðum áformum um sameiningu heilbrigðisstofnana inn heilbrigðisumdæmisins. Með lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og reglugerð um heilbrigðisumdæmi nr. 785/2007 var landinu skipt í sjö heilbrigðisumdæmi. Samkvæmt 5. gr. laganna getur ráðherra, að höfðu samráði vð hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga, ákveðið að semeina heilbrigðisstofnanir innan heilbrigðisumdæmis með reglugerð. Allt frá gildistöku laganna hefur verið stefnt að því að innan hvers heilbrigðisumdæmis verði ein heilbrigðisstofnun sem veiti almenna heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu er talið að meginávinningurinn af sameiningu heilbrigðisstofnana sé styrkari stjórn og aukið sjálfstæði heilbrigðisstofnana, hagkvæmni og betri, öruggari og sveigjanlegri þjónusta við íbúana. Eigi það ekki síst við í jaðarbyggðum þar sem heilsugæslustöðvar og sjúkrahús verða hluti af heilbrigðisstofnun umdæmisins, sem ber ábyrgð á að tryggja fullnægjandi þjónustu fyrir íbúana.Til að ná fyrrgreindum markmiðum hefur ráðherra áform um að ljúka vinnu við sameiningu heilbrigðisstofnana innan hvers heilbrigðisumdæmis. Við þá vinnu verður lögð megináhersla á að tryggja hagkvæmni, gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og jafnan aðgang að henni.

Bæjarráð Norðurþings leggst alfarið gegn fyrirhugaðri sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Bæjarráð telur að með sameiningu allra stofnana á Norðurlandi muni stjórnun heilbrigðisþjónustu á svæðinu fjarlægjast íbúana.

Því ber að halda til haga að þessi tillaga er ekki ný af nálinni, sem hefur hingað til ekki náð fram að ganga. Ástæður fyrir því eru að ekki hefur tekist með fullnægjandi hætti að færa rök fyrir meintri hagræðingu í rekstri. Að mati bæjarráðs eru líkur á að enn eina ferðina skerðist sú grunnþjónusta sem veitt er í dag.

Bæjarráð veltir því fyrir sér hvort ekki felist þversögn í því að á sama tíma og boðað er fjölbreyttara rekstrarform í heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sé ætlunin að steypa alla heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi í eitt form þ.e. ein stofnun sem nær yfir um 35% af flatarmáli landsins. Nær sé að byggja á samstarfi innan svæða á svipaðan hátt og gert hefur verið milli Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslu.

Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil hagræðing í ljósi skertra fjárheimilda hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þrátt fyrir þessa stöðu hefur starfsmönnum stofnunarinnar tekist að halda uppi viðunandi þjónustu. Fyrir þann árangur verður starfsmönnum seint fyllilega þakkað. Í ljósi framangreinds getur bæjarráð Norðurþings ekki með
nokkru móti mælt með að stofnunin sé sameinuð inn í stærri stofnun og leggst þar að leiðandi alfarið gegn slíkum áformum eins og áður er getið.Jón Helgi Björnsson vék af fundi undir þessum lið.

7.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra 2013

Málsnúmer 201301036Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 36. og 39. fundar Dvalarheimils aldraðra Hvammi og aðalfundur DA sf, fyrir árið 2012 til kynningar. Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Eyþings 2013

Málsnúmer 201303027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð aðalfundar Eyþings fyrir árið 2012 - ályktanir til kynningar. Lagt fram til kynningar.

9.íbúafundir í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201103111Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur minnisblað vegna framkvæmd íbúafunda í Norðurþingi. Fundirnir fara fram á Húsavík, Lundi og Raufarhöfn. Þann 23. október fer fram fundur á Húsavík og 24. október fara fundirnir fram á Raufarhöfn og Lundi. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Lagt fram til kynningar.

10.Landsbyggðin lifi, umsókn um styrk

Málsnúmer 201310037Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkumsókn vegna starfsemi samtakanna Landsbyggðin lifi. Sótt er um 100.000.- króna styrk til að sinna grunnstarfi samtakanna, en markmið þeirra er að vera samstarfsvettvangur fyrir félög, áhugamannahópa og einstaklinga sem hafa það að markmiði að styrkja sína heimabyggð og byggð á landinu. Bæjarráð þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við því.

Fundi slitið - kl. 16:00.