Fara í efni

Fjárlaganefnd Alþingis, boð um fund með nefndinni

Málsnúmer 201309088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 84. fundur - 10.10.2013

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð frá fjárlaganefnd Alþingis dagana 28., 29., 30. október og 1. nóvember n.k. Hverjum fundi er ætlaðar 15 til 20 mínútur. Óskað er eftir því að sveitarfélögin leggi áherslu á málefni sem varða fjármálasamskipti ríkis og sveitarfélaga, verkaskiptingu þeirra á milli, skuldastöðu og fjárhagsafkomu sveitarfélaga, svo og önnur mál er tengjast málefnasviði nefndarinnar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fjárlaganefnd.