Fara í efni

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, umsókn um styrk

Málsnúmer 201211053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 61. fundur - 14.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) að upphæð frá 25.000.- til 200.000.- krónur.Nýsköpunarkeppni grunnskólanema er verkefni sem hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins. Starfið fer fram allt árið um kring, með uppskeru í lok skólaárs. Tilgangur NKG er að gera einstaklingnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir. NKG er mikilvæg hvatning til nemenda og kennara í starfi sínu. Það er verkefninu mikilvægt að sveitarfélög sýni stuðning sinn í verki. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir verkefnið um 5 milljónir sem nemur 55% af kostnaðaráætlun, en hún hljóðar upp á rúmar 9 milljónir króna. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Sveitarfélagið Norðurþing hefur lagt framlag til verkefnis í sveitarfélaginu sem er ætlað svipað hlutverk og sér því sér því ekki fært að verða við erindinu.