Fara í efni

Samtak sf. ósk um kaup á húsnæði á Raufarhöfn

Málsnúmer 201211054

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 61. fundur - 14.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá félaginu Samtak sf. í eigu trillusjómanna á Raufarhöfn. Tilgangur félagsins, sem rekið hefur verið í sameignarfomi frá öndverðu, mun vera verkun og sala grásleppuafurða, n.t.t. grásleppuhronga.
Eigendur félagsins eru grásleppusjómenn sem gera út báta til hrognkelsaveiða, og samanstendur af sex útgerðum í dag.
;
Samtak s/f á eitt húsnæði á Raufarhöfn sem nýtt er til hrognasöltunar. Síðustu tvö ár hefur Samtak s/f verið í töluverðum vandræðum með geymslu og kælingu á hrognum sínum og hefur þurft að koma hrognatunnum í geymslu vegna lítils geymslupláss í húsi sínu fyrir söltuð hrogn. ;
Vegna erfiðar markaðar með sölu á söltuðum grásleppuhrognum og breyttum viðskiptahátta með þau þar sem hrognakaupendur ætla að láta sjómenn liggja með lager af söltuðum hrognum sem ekki hefur viðgengist til þessa vantar Samtaki s/f húsnæði sem geti hentað fyrir geymslu og kælingar hrogna. ;
Í ljósi þessa förum við eigendur Samtaks s/f þess á leit að fá keypt löndunarhús sem er í eigu Norðurþings og var eitt af húsum síldarverksmiðjunar. ;
Í dag eru við með allar okkar hrognatunnur óseldar og í geymslu í þessu húsi. ;
Með von um skjót svör. ;
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en frestar afgreiðslu málsins þar til starfshópur um málefni húsnæðis SR húsanna hefur fjallað um málið.