Fara í efni

Axel Yngvason, rekstur ferðaþjónustunnar í Lundi

Málsnúmer 201209045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 56. fundur - 25.09.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Axel Yngvasyni vegna samnings um rekstur ferðaþjónustunnar í Lundi. Erindinu er vísað til afgreiðslu í framkvæmda- og hafnanefnd.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 22. fundur - 17.10.2012

Axel fer þess á leit að gerður verði þriggja til fimm ára samningur um rekstur ferðaþjónustu í Lundi. Framkvæmda- og hafnanefnd er tilbúin að framlengja núverandi samning um eitt ár meðan unnið er að framtíðarskipulagi svæðisins.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 33. fundur - 03.09.2013

Axel, sem rekið hefur ferðaþjónustu í Lundi undanfarin ár, hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir að reka ferðaþjónustu þar á næsta ári. Sveitarfélagið vinnur að deiliskipulagi fyrir svæðið. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að Heimavistarhúsið/íbúð í Lundi verði auglýst til sölu þegar deiliskipulag hefur verið samþykkt.

Bæjarstjórn Norðurþings - 28. fundur - 17.09.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 33. fundi framkvæmda- hafnanefndar.Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Axel, sem rekið hefur ferðaþjónustu í Lundi undanfarin ár, hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir að reka ferðaþjónustu þar á næsta ári. Sveitarfélagið vinnur að deiliskipulagi fyrir svæðið. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að Heimavistarhúsið/íbúð í Lundi verði auglýst til sölu þegar deiliskipulag hefur verið samþykkt." Til máls tóku: Gunnlaugur, Jón Helgi og Trausti. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu framkvæmda- og hafnanefndar samhljóða.