Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

22. fundur 17. október 2012 kl. 16:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Arnþrúður Dagsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Bílastæði í miðbæ Húsavíkur

Málsnúmer 201105017Vakta málsnúmer

Friðrik Sigurðsson kom á fund nefndarinnar og kynnti niðurstöður óformlegrar könnunar sem hann gerði sl. sumar í miðbæ Húsavíkur á ökulagni og þekkingu hópferðabílstjóra á umferðarreglum. Einnig kynnti hann fyrir nefndinni tillögur að úrbótum á aðstöðu fyrir hópferðabíla í miðbænum og ræddi um merkingar á bílastæðum og mögleika á stofnun bílastæðasjóðs Norðurþings. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Friðrik fyrir ágæta kynningu og mun taka ábendingar hans til athugunar.

2.Íbúar að Baughól 2 - 10, erindi varðandi trjágróður í skógarlundi við raðhúsið

Málsnúmer 201109039Vakta málsnúmer

Erindið var upphaflega tekið fyrir í framkvæmda- og hafnanefnd á 11. fundi þann 12. okt. sl. og ákvað þá að kynna sér málið frekar og jafnframt óska eftir tillögu frá garðyrkjustjóra um hvernig fara ætti með svæðið. Nefndin fór á staðinn og kannaði aðstæður undir leiðsögn garðyrkjustjóra. Nefndin samþykkir að fela garðyrkjustjóra að hefja vinnu við að gera svæðið að almenningsgarði.

3.Garðyrkjustjóri-Kynning verkefna

Málsnúmer 200907050Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri fór yfir stöðu verkefna, það sem unnið var við í sumar og það sem framundan er á hans sviði. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar garðyrkjustjóra fyrir góða greinargerð.

4.Fjárhagsáætlun - framkvæmda- og hafnanefnd 2013

Málsnúmer 201209023Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi gerði grein fyrir nýju umhverfi hvað varðar fjárhagsáætlanagerð sveitarfélaga.Kynnt var skipting útgjaldaramma 2014 vegna málaflokka 7, 8, 10 og 11.Farið yfir málefni hafnasjóðs Norðurþings. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skiptingu útgjaldaramma en gerir fyrirvara um tekjulið slökkviliðsins og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna drög að fjárhagsáætlun ofangreindra málaflokka og leggja fyrir nefndina.Nefndin felur hafnastjóra að ganga frá fjárhagsáætlun hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2012. Einnig felur nefndinhafnastjóra að gera tillögu að gjaldskrá fyrir hafnir Norðurþings og leggja fyrir nefndina.

5.Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201203011Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, unnin af Guðjóni Bragasyni og Lúðvík Gústafssyni, um drög að landsáætlun um úrgang. Lagt fram til kynningar.

6.Tillaga um tímabundna lækkun gatnagerðargjalda

Málsnúmer 200907035Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustunefnd samþykkti 9. september 2009 eftirfarandi tillögu: Nefndin samþykkir að veittur verði tímabundinn 100% afsláttur frá gildandi gjaldskrá um gatnagerðargjöld vegna viðbygginga eldri húsa á lóðum sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006 í þeirri von að lækkun auki líkur á framkvæmdum við húsbyggingar án tilkostnaðar fyrir sveitarfélagið. Afslátturinn gildir frá 1. október 2009 til 30. september 2010. Á fundi þann 25. ágúst 2010 samþykkti framkvæmda- og þjónustunefnd, í ljósi aðstæðna, að framlengja ofangreinda samþykkt um eitt ár þ.e. til 30. september 2011. Samþykktin var svo enn framlengd á fundi nefndarinnar þann 7. september 2011 þá til 30. sept. 2012.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að framlengja framangreinda samþykkt um eitt ár þ.e. til 30. september 2013.

7.Stefán Pétursson f.h. Fjallskilasjóðs Öxarfjarðar sækir um styrk til uppbyggingar á Sandfellshagarétt

Málsnúmer 201208038Vakta málsnúmer

Fjallskilasjóður Öxarfjarðar óskar eftir styrk að upphæð 800 þús. til uppbyggingar Sandfellshagaréttar. Áætlaður kostnaður við verkið er 12 - 1300 þúsund. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar afgreiðslu málsins.

8.Axel Yngvason, rekstur ferðaþjónustunnar í Lundi

Málsnúmer 201209045Vakta málsnúmer

Axel fer þess á leit að gerður verði þriggja til fimm ára samningur um rekstur ferðaþjónustu í Lundi. Framkvæmda- og hafnanefnd er tilbúin að framlengja núverandi samning um eitt ár meðan unnið er að framtíðarskipulagi svæðisins.

9.Björn Þór Baldursson gerir tilboð í Ketilhús á Raufarhöfn

Málsnúmer 201210016Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni lá kauptilboð í Ketilhús á Raufarhöfn, með skilgreindri lóð, frá Birni Þór Baldurssyni. Framkvæmda- og hafnanefnd er tilbúin að leigja Birni Ketilhúsið til eins árs ef samningar nást um leiguverð.

10.Val ehf. Tilboð í fjárhús og hlöðu í Traðagerði

Málsnúmer 201209081Vakta málsnúmer

Trésmiðjan Val ehf. býður Norðurþingi að kaupa fjárhús og hlöðu í Traðargerði. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna hvernig stöðuleyfissamningum á svæðinu er háttað og leggja fyrir næsta fund.

11.Starf við þjónustustöð og höfn á Raufarhöfn

Málsnúmer 201209024Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag starfsmannahalds við áhaldahús og höfn á Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa fullt starf við þjónustumiðstöð á Raufarhöfn.

12.Umsókn um umsjónarmann að Hnitbjörgum

Málsnúmer 201210048Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir aðila til að reka félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn. Eftirtalin sóttu um: Eyvindur Ólafsson, Sara Stefánsdóttir og Snæbjörn Magnússon. Framkvæmda- og hafnanefnd felur umsjónarmanni fasteigna að ganga til samninga við Söru Stefánsdóttur um reksturinn til eins árs með möguleika á framlengingu.

13.Frá Siglingastofnun, fjögurra ára samgönguáætlun 2013 til 2016

Málsnúmer 201207007Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að lista yfir mögulegar framkvæmdir við og í höfnum Norðurþings en nefndin fól formanni sínum og hafnastjóra að vinna þetta vegna samgönguáætlunar 2013 til 2016. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.

14.350. fundur stjórnar Hafnasambands íslands

Málsnúmer 201210013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Hafnarvörður Húsavík-Kynning verkefna

Málsnúmer 201210047Vakta málsnúmer

Hafnarvörður fór yfir ýmis verkefni varðandi Húsavíkurhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar hafnarverði fyrir yfirferðina.

16.Rósir ehf- Umsókn um Hafnaraðstöðu

Málsnúmer 201208050Vakta málsnúmer

Þorvaldur Jón Ottósson, fh. Rósir ehf., sækir um aðstöðu fyrir einn 18 tonna trébát sumarið 2013 sem nota á til hvalaskoðunar. Framkvæmda- og hafnanefnd bendir umsækjanda á að hafa samband við hafnarvörð vegna erindisins en hann raðar skipum og bátum í höfnina.

17.Börkur Emilsson f.h. Sölkusiglinga sækir um pláss við flotbryggju fyrir 23 br.tonna eikarbát

Málsnúmer 201210023Vakta málsnúmer

Börkur Emilsson, fh. Sölkusiglinga, sækir um bryggjupláss við flotbryggju fyrir 23 tonna eikarbát sem nota á til siglinga með ferðamenn. Framkvæmda- og hafnanefnd bendir umsækjanda á að hafa samband við hafnarvörð vegna erindisins en hann raðar skipum og bátum í höfnina.

18.Norðursigling ehf-Ósk um viðræður um framlengingu eða gerð nýs leigusamnings um rekstur dráttarbrautarinnar á Húsavík

Málsnúmer 201210049Vakta málsnúmer

Norðursigling óskar eftir viðræðum um framlengingu eða gerð nýs leigusamnings um rekstur dráttarbrautarinnar á Húsavík. Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að ræða við Norðursiglingu um framlengingu samningsins

19.Vatnsleki í verbúðum á Húsavík

Málsnúmer 201210017Vakta málsnúmer

Arnhildur Pálmadóttir leigjandi í verbúðunum vekur athygli á leka sem er viðvarandi á efri hæð byggingarinnar. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar ábendinguna en verið er að meta ástand hússins hvað þetta varðar.

20.Lausar lóðir í Norðurþingi

Málsnúmer 201210051Vakta málsnúmer

Rætt um lóðaframboð í Norðurþingi. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa allar lausar lóðir í Norðurþingi.

Fundi slitið - kl. 19:00.