Fara í efni

Frá Siglingastofnun, fjögurra ára samgönguáætlun 2013 til 2016

Málsnúmer 201207007

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 20. fundur - 10.07.2012

Komið er að því að hefja undirbúning að næstu fjögurra ára áætlun, þ.e samgönguáætlun 2013 - 2016. Umsóknir um ríkisframlög til nýrra verkefna í hafnargerð, staðfestingu eldri verkefna í hafnargerð, umsóknir um framlög til frumrannsókna og umsóknir um framlög til sjóvarna skal senda til Siglingastofnunar fyrir 1. október 2012. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa og formanni nefndarinnar að vinna lista yfir mögulegar framkvæmdir við og í höfnum og leggja fyrir fund nefndarinnar í september.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 22. fundur - 17.10.2012

Fyrir fundinum lágu drög að lista yfir mögulegar framkvæmdir við og í höfnum Norðurþings en nefndin fól formanni sínum og hafnastjóra að vinna þetta vegna samgönguáætlunar 2013 til 2016. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.