Fara í efni

Vatnsleki í verbúðum á Húsavík

Málsnúmer 201210017

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 22. fundur - 17.10.2012

Arnhildur Pálmadóttir leigjandi í verbúðunum vekur athygli á leka sem er viðvarandi á efri hæð byggingarinnar. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar ábendinguna en verið er að meta ástand hússins hvað þetta varðar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd er erindi sem tekið var fyrir á 22. fundi nefndarinnar. Fram kemur í afgreiðslu nefndarinnar, þar sem leigjandi vakti athygli á viðvarandi leka á efri hæð húsnæðisins, að meta eigi ástand hússins. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að farið verði í lagfæringar á svelg, á salerni og blásarar teknir niður og ofnar settir upp í staðinn.