Fara í efni

Stefán Pétursson f.h. Fjallskilasjóðs Öxarfjarðar sækir um styrk til uppbyggingar á Sandfellshagarétt

Málsnúmer 201208038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 53. fundur - 30.08.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Stefáni Péturssyni f.h. Fjallskilasjóðs Öxarfjarðar sem sækir um styrk til uppbyggingar á Sandfellshagarétt. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 1.200.000.- til 1.300.000.- krónur. Lagðar voru um 450.000.- krónur í verkefnið á síðasta ári. Styrkupphæðin sem óskað er eftir er 800.000.- krónur. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og vísar því til afgreiðslu í framkvæmdanefnd.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 22. fundur - 17.10.2012

Fjallskilasjóður Öxarfjarðar óskar eftir styrk að upphæð 800 þús. til uppbyggingar Sandfellshagaréttar. Áætlaður kostnaður við verkið er 12 - 1300 þúsund. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar afgreiðslu málsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 23. fundur - 14.11.2012

Erindi þetta var fyrst tekið fyrir í f&h á 22. fundi nefndarinnar, 17.okt. sl og þá frestað. Framkvæmda- og hafnanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.