Fara í efni

Björgunarsveitin Garðar, ósk um stuðning við kaup á nýjum björgunarbát

Málsnúmer 201112039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 46. fundur - 24.05.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 33. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er innihald erindis og afgreiðsla 33. fundar bæjarráðs:
"Fram kemur í bréfi að fyrirliggur ákvörðun sveitarinnar að ráðast í það metnaðarfulla verkefni að endurnýja björgunarbát félagsins.
Þessi ákvörðun hefur átt langan aðdraganda og er tekin á grundvelli þess að fjöldi útkalla á sjó hefur farið vaxandi á undanförnum árum.
Björgunarsveitin Garðar er búin að gera samning við RNLI, sem er breskt sjóbjörgunarfélag, um kaup á opnum harðbotna slöngubát af gerðinni Atlantic 75.
Þetta er sérhannaður björgunarbátur þar sem áreiðanleiki, sjóhæfni og öryggi áhafnarmeðlima er haft að leiðarljósi og eru kostir hans umfram núverandi báts umtalsverðir.Þetta er stórt verkefni fyrir ekki stærri sveit en Garðar.
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hafði frumkvæðið að því að bjóða aðkomu klúbbsins að verkefninu.
Sveitinni vantar töluvert upp á svo ljúka megi fjármögnuninni og því er leitað til sveitarfélagsins um aðkomu að þessu verkefni.
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og fagnar áræðni sveitarinnar að tryggja enn frekar öryggi sjófarenda við Skjálfanda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn björgunarsveitarinnar um verkefnið, þ.e. heildarkostnað, fjármögnun og aðkomu sveitarfélagsins að því
og leggja fyrir bæjarráð síðar".Bæjarráð hefur nú til umfjöllunar samantekt bæjarstjóra um verkefnið og kostnaðaráætlun sveitarinnar vegna kaupanna. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 800.000.- krónur.