Fara í efni

Sjávarútvegsráðuneyti, úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 201009108

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 41. fundur - 15.03.2012

Fyrir bæjarráði liggur úrskurður innanríkisráðuneytisins í stjórnsýslumáli IRR 12020271 vegna málsmeðferðar á úthlutun byggðakvóta. Úrskurður ráðuneytisins er að málinu er vísað frá.

Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til sveitarfélagsins að úrskurðurinn verði lagður fram til kynningar á fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð Norðurþings - 46. fundur - 24.05.2012

Fyrir bæjarráði liggur svar sjávarútvegsráðuneytisins sem barst sveitarfélaginu þann 15. maí s.l. vegna tillögu sveitarfélagsins að úthlutun byggðakvóta 2011/2012. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að ekki verði fallist á málefnalega og staðbundna ástæðu fyrir að breyta c-lið 1. greinar relgugerðarinnar. Ráðuneytið hefur gert athugun á því hvort þau skip sem skráð eru með heimahöfn á Kópaskeri, og eigandi þeirra með lögheimili í því byggðalagi, séu líkleg til þess að geta uppfyllt skilyrði relgugerðarinnar um löndun og vinnslu. Ráðuneytið leggur því til að 1. grein relgugerðarinnar nr. 1182/2011 standi óbreytt.Ráðuneytið getur jafnframt samþykkt ósk Norðurþings um að breyta 1. málsl 6. gr. þar sem segir " Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðalaga ...." í "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins ....." en ráðuneytið getur ekki samþykkt ósk Norðurþings um breytingu á 3. málsl. 1. mgr. 6. gr. um að ekki megi flytja meira aflamark frá skipi en til þess þegar afhending aflamarks á sér stað. Ráðuneytið óskar eftir nýjum tillögum frá sveitarfélaginu Norðurþingi hið fyrsta um leið og beðist er velvirðingar á þeim drætti sem orðinn er á svari ráðuneytisins við óskum Norðurþings um sérreglur um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012 en drátturinn stafar af miklum annríki starfsmanna ráðuneytisins við önnur verkefni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir svar ráðuneytisins og koma með tillögur fyrir næsta bæjarráðsfund.

Bæjarráð Norðurþings - 47. fundur - 07.06.2012

Fyrir bæjarráði liggur svarbréf sjávarútvegsráðuneytisins á tilllögum sveitarfélagsins á sérreglum vegna byggðakvótaúthlutunar fiskveiðiársins 2011/2012. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að ekki sé málefnaleg og staðbundinn ástæða fyri því að breyta c-lið 1. greinar reglugerðarinnar á þann veg sem sveitarfélagið óskaði. Ráðuneytið leggur því til að 1. grein reglugarðarinnar nr. 1182/2011 standi óbreytt. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að það geti fallist á ósk Norðurþings um breytingu á 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar á þann hátt að þar verði orðinu "byggðarlagi" breytt í "sveitarfélagi" í setningunni "Afli af fiskiskipum sem landað er í byggðarlagi af bátum sem ekki eru skráðir ........ og svo frv." Ráðuneytið getur jafnfram samþykkt ósk (Breyting eitt) Norðurþings um að breyta 1. málsl. 6 gr. þar sem segir "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlaga ...." í "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins ....." en ráðuneytið getur ekki samþykkt ósk (Breyting tvö) Norðurþings um breytingu á 3. málsl. 1. mgr. 6. gr. um að ekki megi flytja meira aflamark frá skipi en til þess þegar afhending aflmarks á sér stað. Ráðuneytið óskar eftir nýjum tillögum Norðurþings hið fyrsta um leið og beðist er velvirðingar á þeim drætti sem orðinn er á svari ráðuneytisins við óskum Norðurþings á sérreglum um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012, en drátturinn stafar af miklu annríki starfsmanna ráðuneytisins við önnur verkefni. Bæjarráð sér sér ekki annað fært en að samþykkja tillögur og ábendingar ráðuneytisins og leggur því til, miðað við framangreint, að byggðakvóta verði úthlutað sem fyrst. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri, leggur fram eftirfarandi bókun: Það þykir furðu sæta að aðili sem búsettur er utan sveitarfélagsins, með skráðan bát við eina af þremur höfnum sveitarfélagsins með heimilifesti fyrirtækisins í því byggðalagi, geti fengið úthlutað byggðakvóta samkvæmt regluverki ráðuneytisins. Sá aðili sem á lögheimili í sveitarfélaginu og greiðir sína skatta og skyldur til þess og er skráður með bát sinni í einni af höfnum sveitarfélagsins en fyrirtækið í öðru byggðalagi sveitarfélagsins, skuli samkvæmt relgugerð þessari ekki öðlast rétt til úthlutunar byggðakvóta. Íbúi sveitarfélagsins sem er skráður í sveitarfélaginu er því með minni rétt en sá sem er skráður með lögheimili utan þess. Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórans.