Fara í efni

Golfklúbburinn Gjúfri, umsókn um styrk

Málsnúmer 201205059

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 14. fundur - 14.06.2012


Golfklúbburinn Gljúfri sækir um styrk að upphæð 1.000.000 króna. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að veita styrk að upphæð 350.000 krónur og felur jafnframt tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að senda styrkbeiðnina áfram til bæjarráðs með greinargerð.

Bæjarráð Norðurþings - 48. fundur - 06.07.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar og vísað til afgreiðslu að hluta í bæjarráði. Erindið er styrkbeiðni Golfklúbbsins Gljúfra. Eftirfarandi er afgreiðsla æskulýðs- og tómstundanefndar:"Golfklúbburinn Gljúfri sækir um styrk að upphæð 1.000.000 króna. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að veita styrk að upphæð 350.000 krónur og felur jafnframt tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að senda styrkbeiðnina áfram til bæjarráðs með greinargerð". Bæjarráð hafnar erindinu en bendir aðilum á að koma styrkbeiðninni á framfæri við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2013 hjá tómstunda- og æskulýðsnefnd.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 18. fundur - 14.01.2013

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að semja við Golfklúbbinn Gljúfra til eins árs.