Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Björgunarsveitin Núpar, ósk um styrk vegna þorrablóts á Kópaskeri
201301027
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að fella niður leigu vegna afnota Björgunarsveitarinnar Núpa á íþróttahúsinu vegna þorrablóts á Kópaskeri. Niðurfellingin nemur 100.000 kr. vegna starfsmanns og húsaleigu.
2.Golfklúbburinn Gljúfri, umsókn um styrk
201205059
Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að semja við Golfklúbbinn Gljúfra til eins árs.
3.Hestamannafélagið Grani, umsókn um styrk v/æskulýðsstarfs vegna ársins 2012
201301025
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir styrk upp á 250.000 krónur vegna ársins 2012.
4.Kvenfélag Húsavíkur, umsókn um styrk vegna þorrablóts 2013
201301006
Kvenfélag Húsavíkur sækir um styrk vegna þorrablóts 2013 í Íþróttahöllinni á Húsavík. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að fella niður leigu á Íþróttahöllinni á Húsavík vegna þorrablóts Kvenfélags Húsavíkur.Niðurfelling nemur 300.000 krónum.
5.Skotfélag Húsavíkur, umsókn um styrk
201212073
Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að hefja viðræður við Skotfélag Húsavíkur. Ljóst er að svigrúm nefndarinnar afmarkast af fjárhagsáætlun 2013 sem gerir ekki ráð fyrir umbeðinni styrkupphæð.
6.Trausti Már Valgeirsson sækir um styrk til að stofna Taekwondo deild á Húsavík
201301023
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar frumkvæði bréfritara um stofnun Taekwondo deildar innan Völsungs. Nefndin felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að afla frekari upplýsinga hjá bréfritara og Íþróttafélaginu Völsungi. Tómstunda- og æskulýðsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
7.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa
200909078
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála í málaflokknum;Vallarhús við íþróttavelli á Húsavík.Móttaka nýrra íbúa.Félags- og íþróttastarf á Raufarhöfn.Rekstur sundlaugar í Lundi.Ungmennaráð Norðurþings.
Fundi slitið - kl. 16:30.