Fara í efni

Skotfélag Húsavíkur, umsókn um styrk

Málsnúmer 201212073

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 18. fundur - 14.01.2013

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að hefja viðræður við Skotfélag Húsavíkur. Ljóst er að svigrúm nefndarinnar afmarkast af fjárhagsáætlun 2013 sem gerir ekki ráð fyrir umbeðinni styrkupphæð.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 20. fundur - 16.04.2013

Skotfélag Húsavíkur óskar eftir sérstöku framlagi til frekari uppbyggingar á svæði félagsins á Vallmóum. Hugmyndin er að byggja riffilskothús þar sem núverandi húsnæði er löngu úr sér gengið og telst engan veginn uppfylla kröfur með tilliti til æfinga og keppnishalds.Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að hafa samband við bréfritara og ræða framgang málsins. Jafnframt er starfsmanni nefndarinnar falið að fylgja málinu eftir í bæjarráði.