Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

20. fundur 16. apríl 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Heimöx-Umsókn um styrk

201304042

Handverkshópurinn Heimöx sækir um styrk til Tómstunda- og æskulýðsnefndar. Óskað er eftir því að fá nemendur úr Vinnuskóla Norðurþings til aðstoðar í handverkshúsinu í Ásbyrgi.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir styrkinn að því gefnu að vinnuskólinn hafi til þess starfskrafta. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna framgangi málsins.

2.Hermann Aðalsteinsson f.h. Skákfélagsins Goðans-Ósk um endurnýjun á samningi/Umsókn um styrk

201304043

Skákfélagið Goðinn-Mátar í Þingeyjarsýslu óskar eftir framlengingu á núverandi samning milli sveitarfélagsins Norðurþings og skákfélagsins. Félagið hefur það að markmiði að sinna skipulagðri og vandaðri skákkennslu í Norðurþingi.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að framlengja núverandi samning enda gefið góða raun. Nefndin hvetur stofnanir sveitarfélagsins að nýta samninginn.

3.Nemendafélag FSH, umsókn um styrk

201303070Nemendafélag Framhaldsskóla Húsavíkur sækir um styrk til Tómstunda- og æskulýðsnefndar til að geta klárað félagslíf skólans á metnaðarfullan hátt.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 50.000 króna styrk vegna tómstundastarfs nemendafélags Framhaldsskóla Húsavíkur.

4.Umsókn um styrk vegna Jökulsárhlaups 2013

201304014

Félag um Jökulsárhlaup sækir um 150.000 króna styrk til Tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings. Jökulsárhlaup verður haldið í tíunda sinn þann 10.ágúst n.k. og er áætlað að vekja sérstaka athygli á hlaupinu og gera meira úr deginum en áður vegna þessa. Félagið heldur úti heimasíðu um hlaupið <A href="http://www.jokulsarhlaup.is">www.jokulsarhlaup.is</A> Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir styrk upp á 150.000 krónur. Umræða var um þátttöku nefndarmanna í hlaupinu.

5.Skotfélag Húsavíkur, umsókn um styrk

201212073

Skotfélag Húsavíkur óskar eftir sérstöku framlagi til frekari uppbyggingar á svæði félagsins á Vallmóum. Hugmyndin er að byggja riffilskothús þar sem núverandi húsnæði er löngu úr sér gengið og telst engan veginn uppfylla kröfur með tilliti til æfinga og keppnishalds.Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að hafa samband við bréfritara og ræða framgang málsins. Jafnframt er starfsmanni nefndarinnar falið að fylgja málinu eftir í bæjarráði.

6.UMFÍ til kynningar

201105088

Ungmennafélag Íslands sendir frá sér ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan var haldin á Egilsstöðum dagana 20.-22.mars 2013. Þema ráðstefnunarinnar var þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum. Í ályktuninni kemur m.a. fram að ráðstefnan skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau er varða ungmennin sjálf. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar bréfritara fyrir ályktunina og vísar henni til kynningar í bæjarráði.Nefndin vill árétta mikilvægi ungmennaráðs og hvetur bæjarstjórn til að festa hlutverk þess í stjórnsýslunni.

7.Málefni Golfklúbbsins Gljúfra

201303049

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að samningi við Golfklúbbinn Gljúfra.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir drögin og felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningi við Golfklúbbinn Gljúfra.

8.Sumarstarf tómstunda- og æskulýðssviðs.

201204044

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi fyrirkomulag sumarstarf tómstunda- og æskulýðssviðs.Vinnuskóli Norðurþings verður starfræktur með svipuðu sniði og síðastliðið ár. Þ.e. starfssemi vinnuskóla fyrir hádegi og flokksstjórar með önnur verkefni eftir hádegi.Boðið verður upp á vinnuskóla fyrir 14 - 16 ára unglinga. 14 ára unglingar fá 4 vikur, 15 ára 5 vikur og 16 ára unglingarnir 8 vikur.Hugmyndin er sú að brydda upp á nýrri nálgun á starfsemi vinnuskólans og gera hann meira sýnilegan í samfélaginu.Áhugi er fyrir því að bjóða upp á leikjanámskeið, kofasmíði og hugmyndasmiðjur í sumar. Unnið er að því að koma slíku á fót.

9.Sundstaðir í Norðurþingi.

201009067

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir tekjugreiningu sundstaða sveitarfélagsins fyrir árið 2012.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að núverandi vetrargjaldskrá gildi út árið 2013. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að samningi við ferðaþjónustuaðila í Lundi vegna sundlaugar og íþróttamannvirkja í Lundi. Ferðaþjónustuaðili hefur óskað eftir því að fá að reka íþróttamannvirkin sumarið 2013.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningi við viðkomandi með gildistíma frá 5.júní til 20.ágúst 2013.

10.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

200909078

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir starfssemi málaflokksins.

Fundi slitið - kl. 18:00.