Fara í efni

UMFÍ til kynningar

Málsnúmer 201105088

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 20. fundur - 16.04.2013

Ungmennafélag Íslands sendir frá sér ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan var haldin á Egilsstöðum dagana 20.-22.mars 2013. Þema ráðstefnunarinnar var þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum. Í ályktuninni kemur m.a. fram að ráðstefnan skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau er varða ungmennin sjálf. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar bréfritara fyrir ályktunina og vísar henni til kynningar í bæjarráði.Nefndin vill árétta mikilvægi ungmennaráðs og hvetur bæjarstjórn til að festa hlutverk þess í stjórnsýslunni.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 25. fundur - 10.12.2013

Til stendur að halda ráðstefnuna "Ungt fólk og lýðræði 9.-11. apríl 2014. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að senda fulltrúa úr Ungmennaráði Norðurþings á ráðstefnuna eigi þeir þess kost.Einnig var lagt fram til kynningar samþykktir frá 48. sambandsþingi UMFÍ 12.-13. október síðastliðinn.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 28. fundur - 18.03.2014

Ungmennafélag Íslands sendir sveitarfélögum bréf þess efnis að óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarfélögum að taka að sér undirbúning og framkvæmd 20.Unglingalandsmóts UMFÍ 2017. Einnig er óskað eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarfélögum að taka að sér undirbúning og framkvæmd 6.Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður á árinu 2016.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 30. fundur - 13.05.2014

Fyrir fundinum liggur erindi frá UMFÍ þar sem bent er á ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði haldin á Ísafirði 9.-10.apríl 2014.Ráðstefnan m.a. skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðanna á málefnum samfélagsins, einkum þeim er varða ungmennin sjálf. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir erindið.