Fara í efni

Sundstaðir í Norðurþingi.

Málsnúmer 201009067

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 19. fundur - 18.03.2013

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að safna saman aðsóknartölum sundlauga sveitarfélagsins og sundurgreina tekjur.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 20. fundur - 16.04.2013

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir tekjugreiningu sundstaða sveitarfélagsins fyrir árið 2012.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að núverandi vetrargjaldskrá gildi út árið 2013. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að samningi við ferðaþjónustuaðila í Lundi vegna sundlaugar og íþróttamannvirkja í Lundi. Ferðaþjónustuaðili hefur óskað eftir því að fá að reka íþróttamannvirkin sumarið 2013.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningi við viðkomandi með gildistíma frá 5.júní til 20.ágúst 2013.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 25. fundur - 10.12.2013

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að bjóða íbúum í Norðurþingi frítt í sund.Boðið verður upp á frítt í sund;- Húsavík á aðfangadegi og á gamalársdag.- Raufarhöfn annan í jólum og 2.janúar 2014. Markmiðið er að hvetja til samveru og hreyfingar.