Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

14. fundur 14. júní 2012 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Skarphéðinsdóttir 2. varamaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Frá SAMAN hópunum

Málsnúmer 201206001Vakta málsnúmerSAMAN hópurinn sendir bréf þar sem hvatt er til samveru fjölskyldunnar í sumar. Hópurinn hvetur til þess að sveitarfélög hyggi vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna er kemur að útihátíðum á vegum sveitarfélaganna, t.d. með með því að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og að taka mið af öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir ágætar ábendingar og tekur undir brýningu SAMAN hópsins á mikilvægi málefnisins.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að koma á framfæri rafrænum auglýsingum frá hópnum sem víðast á svæðinu.

2.Kynning á hugmyndum að deiliskipulagi íþróttasvæðis á Húsavík

Málsnúmer 201206033Vakta málsnúmer

Per Christensen mætti á fundinn og kynnti hugmyndir að deiliskipulagi íþróttasvæðis á Húsavík.Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Per fyrir greinargóða kynningu. Nefndin fagnar bættri aðstöðu fyrir notendur íþróttasvæðisins.

3.Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna

Málsnúmer 201206031Vakta málsnúmer

Farið var yfir nokkrar greinar barnasáttmálans og leggur Tómstunda- og æskulýðsnefnd það til að barnasáttmálinn verði kynntur sem víðast.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að senda sáttmálann íþrótta- og æskulýðsfélögum innan sveitarfélagsins svo og öllum kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að senda málið til umræðu í Ungmennaráði Norðurþings.

4.Vinnueftirlit ríkisins - Bréf

Málsnúmer 201206027Vakta málsnúmer

Vinnueftirlitið minnir á gildandi reglugerðir um togbrautarbúnað skíðamannvirkja.Lagt fram til kynningar.

5.Golfklúbburinn Gjúfri, umsókn um styrk

Málsnúmer 201205059Vakta málsnúmer


Golfklúbburinn Gljúfri sækir um styrk að upphæð 1.000.000 króna. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að veita styrk að upphæð 350.000 krónur og felur jafnframt tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að senda styrkbeiðnina áfram til bæjarráðs með greinargerð.

6.Hestamannafélagið Grani, styrkbeiðni

Málsnúmer 201206032Vakta málsnúmer

Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Grana sækir um greiðslu á áður samþykktum styrk fyrir árið 2011 að upphæð 300.000 krónur. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir styrk að upphæð 300.000 krónur. Jafnframt er tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að ganga til samninga við æskulýðsnefnd Grana um áframhaldandi styrkveitingar. Tómstunda- og æskulýðsnefnd óskar eftir því að æskulýðsnefnd Grana kynni starfsemi sína og framtíðarsýn á næsta fundi nefndarinnar.

7.Leikvellir í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Málsnúmer 201006081Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ítrekar fyrri tillögu sína við Framkvæmda- og hafnarnefnd varðandi áframhaldandi uppbyggingu/endurnýjun leikvalla í sveitarfélaginu 14.02 2011. Með því móti yrði einn leikvöllur endurnýjaður ár hvert. Vísað er í ástandsskoðun leikvalla.

8.Sumarstarf tómstunda- og æskulýðssviðs.

Málsnúmer 201204044Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir sumarstarfið 2012.

9.Tæki og búnaður íþróttamannvirkja í Norðurþingi. Yfirlit.

Málsnúmer 201103098Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að safna saman upplýsingum um tækjaþörf íþróttamannvirkja.

10.Frístundaheimili

Málsnúmer 201104111Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar fyrirliggjandi tillögum að Frístundaheimili í Túni.Starfssemi Skólasels Borgarhólsskóla mun með því flytjast í Tún.

11.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 200909078Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála í málaflokknum.Bygging á gervigrasvelli.Fyrirkomulag vinnuskólans.Leikjanámskeið.Félagsmiðstöðvastarf.Starfsemi íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 16:00.