Fara í efni

Frá SAMAN hópunum

Málsnúmer 201206001

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 14. fundur - 14.06.2012SAMAN hópurinn sendir bréf þar sem hvatt er til samveru fjölskyldunnar í sumar. Hópurinn hvetur til þess að sveitarfélög hyggi vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna er kemur að útihátíðum á vegum sveitarfélaganna, t.d. með með því að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og að taka mið af öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir ágætar ábendingar og tekur undir brýningu SAMAN hópsins á mikilvægi málefnisins.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að koma á framfæri rafrænum auglýsingum frá hópnum sem víðast á svæðinu.