Fara í efni

Hólmfríður Halldórsdóttir og Stefanía Gísladóttir óska eftir viðræðum við bæjarstjórn vegna stofnunar jarðvangs

Málsnúmer 201207002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 48. fundur - 06.07.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hólmfríði Halldórsdóttir og Stefaníu Gísladóttir, fyrir hönd samstarfshóps um stofnun jarðvangs ( geopark ) á Norðausturlandi. Forsenda þess að slíkt verkefni geti gengið er að öflugur stuðningur allra aðila og náið samstarf sveitarstjórnar, fyrirtækja, stofnana og annara hagsmunaaðila á svæðinu. Sveitarfélögin hafa staðfest áhuga sinn á málefninu en áherslur í aðalskipulagi Norðurþings og Tjörneshrepps styðja þá hugmyndafræði sem jarðvangur byggir á.Jarðvangar hafa sannað gildi sitt í vestrænum samfélögum, ímynd þeirra er jákvæð og er litið til þeirra sem áhugaverðra svæða til búsetu og starfa. Aðkoma sveitarfélaga að jarðvöngum er skilyrði fyrir þeim. Óskað er eftir viðræðum við bæjarstjórn Norðurþings og sveitarstjórn Tjörneshrepps um stofnun jarðvangs, fulltrúar hópsins eru tilbúnir að mæta á fund sveitarstjórna til að fylgja málinu eftir. Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og felur bæjarstjóra að boða til fulltrúa hópsins á bæjarráðsfund til að fara yfir verkefnið.

Bæjarráð Norðurþings - 53. fundur - 30.08.2012

Á fund bæjarráðs mættu Erla Sigurðardóttir, Stefanía Gísladóttir og Axel Yngvason til að ræða við bæjarráð um stofnun jarðvangs (Geopark). Erindið var áður tekið fyrir á 48. fundi bæjarráðs en á þeim fundi var bæjarstjóra falið að boða hópinn til fundar við bæjarráð til frekari kynningar á verkefninu. Bæjarráð þakkar fulltrúum verkefnisins fyrir góða kynningu. Bæjarráð mun taka erindið frekar fyrir á næsta fundi.

Bæjarráð Norðurþings - 54. fundur - 05.09.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem var tekið fyrir á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs en þá komu fulltrúar frá verkefnahópnum og kynntu hugmyndir og verkefnið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir að Atvinnuþróun Þingeyinga fari yfir verkefnið og vinni mat á áhrifum verkefnisins á innviði sveitarfélagsins. Málið verður svo tekið upp við gerð fjárhagsgerð ársins 2013.