Bæjarráð Norðurþings

42. fundur 29. mars 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Soffía Helgadóttir varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.795. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201203092

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 795. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Mötuneyti Borgarhólsskóla 2012

201201035

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá kennurum og öðrum fagaðilum Borgarhólsskóla þar sem skorað er á sveitarfélagið að tryggja að rekstur skólamötuneyti verði starfrækt í Borgarhólsskóla frá og með næsta skólaári. Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og vísar því til fræðslu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

3.Veiðifélag Litlárvatna, aðalfundarboð 2012

201203091

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð veiðfélags Litluárvatna sem fram fer í Skúlagarði 7. apríl og hefst hann kl. 10:00 Bæjarráð felur fjármálastjóra, Guðbjarti E. Jónssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri, fer með umboðið til vara.<P style="TEXT-ALIGN: justify; mso-margin-top-alt: auto; mso-margin-bottom-alt: auto" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 14pt">

4.Arnhildur Pálmadóttir, verkefnið "skapandi tæknimenntastofa"

201203085

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Arnhildi Pálmadóttur, þar sem kynnt er verkefnið "skapandi tæknimenntastofa". Hugmyndin um skapandi tæknimenntastofu felur í sér tölvu,tækni og hönnunar LAB. Bréfritari er að kanna hvort áhugi sé hjá sveitarfélaginu að koma að þessu verkefni með einhverjum hætti. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um verkefnið.

5.Rifós hf. boð á hluthafafund

201203080

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á hluthafafund Rifós hf. sem fram fer í Skúlagarði 4. apríl og hefst hann kl. 14:00. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

6.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Steingrími Kr. Sigurðssyni f.h. Heimabakarís ehf.

201203074

Fyrir bæjarráði liggur umsögn vegna leyfisveitingar til handa Steingrími Kr. Sigðurssyni f.h. Heimabakarís ehf. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn, að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

7.Hótel Norðurljós ehf

201203097

Fyrir bæjarráði er til umfjöllunar málefni Hótels Norðurljósa ehf, en sveitarfélagið Norðurþing og Byggðastofnun eiga félagið. Leigusamningur við rekstraraðila rennur út um næstu áramót. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir tilboðum í 53,6% eignarhlut sveitarfélagsins í Hótel Norðurljósum ehf.

8.Stapi Lífeyrissjóður, fundarboð

201004026

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á ársfund Lífeyrissjóðsins Stapa sem fram fer á Hótel Héraði, Egilsstöðum 8. maí n.k. og hefst hann kl. 14:00 Fundarboðið lagt fram til kynningar.

9.Velferðarnefnd Alþingis, 120. mál til umsagnar, tillögur um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð

201203100

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Velferðarnefnd Alþingis um tillögur um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.Erindið er lagt fram til kynningar.

10.Velferðarnefnd Alþingis, 220. mál til umsangar, áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga

201203099

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Velferðarnefnd Alþingis vegna yfirfærslu heilsugæslu frá ríki til sveitarfélaga.Erindið lagt fram til kynningar.

11.Erindi frá stjórn Dvalarheimilis aldraðra varðandi fjölgun búseturéttaríbúða fyrir eldri borgara

201203102

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Dvalarheimilis aldraðra og varðar fjölgun búseturéttaríbúða fyrir eldri borgara. Stjórn Dvalarheimilis aldraðara í Þingeyjarsýslum óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um fjölgun á búsetuúrræðum fyrir eldri borgara. <SPAN style="FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 11pt; mso-ascii-theme-font: minor-latin; mso-fareast-font-family: Calibri; mso-fareast-theme-font: minor-latin; mso-hansi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-family: "Times New Roman"; mso-bidi-theme-font: minor-bidi; mso-fareast-language: EN-US; mso-ansi-language: IS; mso-bidi-language: AR-SA">Ný uppfærður biðlisti eftir búsetuíbúðum sýnir að mikil eftirspurn er eftir slíkum úrræðum. <SPAN style="FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 11pt; mso-ascii-theme-font: minor-latin; mso-fareast-font-family: Calibri; mso-fareast-theme-font: minor-latin; mso-hansi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-family: "Times New Roman"; mso-bidi-theme-font: minor-bidi; mso-fareast-language: EN-US; mso-ansi-language: IS; mso-bidi-language: AR-SA"> <SPAN style="FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 11pt; mso-ascii-theme-font: minor-latin; mso-fareast-font-family: Calibri; mso-fareast-theme-font: minor-latin; mso-hansi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-family: "Times New Roman"; mso-bidi-theme-font: minor-bidi; mso-fareast-language: EN-US; mso-ansi-language: IS; mso-bidi-language: AR-SA">Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við bréfritara.

12.Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2011

201203077

Fyrir bæjarráð mættu fulltrúar PWC, Davíð Búi Halldórsson og Niels Guðmundsson, endurskoðendur sveitarfélagsins, og fóru yfir ársreikning sveitarfélagsins. Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

13.Samstarfsverkefni Atv.þróunarfélags Þingeyinga og Atv.þróunarfélags Eyjafjarðar.

201203106

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Málið lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.