Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

18. fundur 14. ágúst 2012 kl. 15:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Aðalbjörg Sigurðardóttir varamaður
  • Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags.

Málsnúmer 201208031Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að halda áfram niðurgreiðslum vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags þar sem fjárheimildir fyrir 2012 leyfa það ekki og möguleiki er á leikskóladvöl í lögheimilissveitarfélagi.

2.Ósk um samþykki v/leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 201208029Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem fjárheimildir fyrir 2012 leyfa það ekki og möguleiki er á leikskóladvöl í lögheimilissveitarfélagi.

3.Ósk um samþykki lögheimilissveitarfélags vegna tónlistarnáms, Erla M. Björgvinsdóttir

Málsnúmer 201208028Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu en er tilbúin að sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sé það möguleiki og það framlag fylgi umsækjanda vegna tónlistarnámsins. Ekki verður um neinar beinar greiðslur frá sveitarfélaginu að ræða vegna tónlistrarnámsins. Fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

4.María Hermundsdóttir f.h. Þingeyskra fingurbjarga á Kópaskeri, sækir um afnot af húsnæði leikskólans

Málsnúmer 201208007Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem húsnæðið er ætlað undir aðra starfsemi samkvæmt bókun frá 14. fundi nefndarinnar 17. apríl síðastliðinn.

5.Ráðning skólastjóra við Grunnskóla Raufarhafnar.

Málsnúmer 201208032Vakta málsnúmer

Frida Elisabeth Jörgensen hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar. Fræðslu- og menningarnefnd býður Fridu velkomna til starfa.

6.Menningarráð Eyþings, stefnumótun

Málsnúmer 201206087Vakta málsnúmer

Eyþing óskar eftir svörum við spurningum varðandi stefnumótun í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfsvæði Eyþings. Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna drög að svörum við spurningum Eyþings fyrir næsta nefndarfund.

7.Mötuneyti Borgarhólsskóla 2012

Málsnúmer 201201035Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu mála, verið er að skoða áframhaldandi samstarf við Fosshótel Húsavík. Bygging mötuneytis við Borgarhólsskóla verður skoðuð við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2013.

8.Skólastefna Norðurþings

Málsnúmer 200709069Vakta málsnúmer

Farið var yfir hugmyndir að mismunandi útfærslum á útgáfu skólastefnunnar. Nánari útfærslur verða kynntar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 17:30.