Fara í efni

María Hermundsdóttir f.h. Þingeyskra fingurbjarga á Kópaskeri, sækir um afnot af húsnæði leikskólans

Málsnúmer 201208007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 51. fundur - 08.08.2012

fyrir bæjarráði liggur erindi frá Maríu Hermundsdóttir f.h. Þingeyskra fingurbjarga á Kópaskeri.

Þingeyskar fingurbjargir á Kópaskeri hafa áhuga á að athuga hvort möguleiki sé á að fá afnot af húsnæði því sem Leikskólinn Krílakot hefur haft í skólahúsinu á Kópaskeri, auk afnota af salernum.

Allur undirbúningur og ungengi að húsnæðinu og búnaði yrði í fullu samráði við skólastjóra Öxarfjarðarskóla og bæjarstjóra Norðurþings. Ekki yrði farið í neinar breytingar sem ekki væri hægt að koma í samt lag á dagparti þegar/ef leikskólastarf hefst aftur.

Við mundum nýta húsnæðið til að kynna og selja handverk sem við framleiðum, auk þess að hafa þar vinnuaðstöðu fyrir félagsmenn. Einnig sjáum við fyrir okkur að vera með opið hús eitt kvöld í viku fyrir almenning allt árið. Að auki munum við skoða möguleika á að vera með opna vinnustofu yfir sumarmánuðina árið 2013.

Til að þetta sé mögulegt þurfum við að hafa húsnæðið okkur að kostnaðarlausu, enda ekki miklar tekjur fyrir handverk að hafa enn sem komið er á svæðinu. Óskum við því eftir að bæjarstjórn horfi á þetta sem jákvætt framlag til samfélagsins.

Bæjarráð tekur ekki afstöðu til erindisins en vísar því til afgreiðslu í fræðslu- og menningarnefnd.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 18. fundur - 14.08.2012

Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem húsnæðið er ætlað undir aðra starfsemi samkvæmt bókun frá 14. fundi nefndarinnar 17. apríl síðastliðinn.