Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

21. fundur 18. október 2012 kl. 15:00 - 19:00 í Lundi
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Öxarfjarðarskóli - Fjárhagsáætlun 2013

201210066

Mættar voru Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Vigdís Sigvarðardóttir fulltrúi kennara og Guðríður Baldvinsdóttir fulltrúi foreldra. Skólastjóri fór yfir starfsemi Öxarfjarðarskóla og fjárhagslega stöðu rekstursins. Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 16:00

2.Bókasafn Öxarfjarðar - Fjárhagsáætlun 2013

201210070

Fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi Bókasafns Öxarfjarðar og fjárhagslega stöðu rekstursins.
<SPAN lang=IS style="FONT-SIZE: 11pt; FONT-FAMILY: "Arial","sans-serif"; mso-ansi-language: IS">Gert var fundarhlé kl. 16:00 og ekið til Raufarhafnar með viðkomu á Bókasafni Öxarfjarðar og Skjálftasetrinu á Kópaskeri.
<SPAN lang=IS style="FONT-SIZE: 11pt; FONT-FAMILY: "Arial","sans-serif"; mso-ansi-language: IS"> <SPAN lang=IS style="FONT-SIZE: 11pt; FONT-FAMILY: "Arial","sans-serif"; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA">Fundur hófst aftur á kl. 17:30 í Grunnskólanum á Raufarhöfn.

3.Grunnskólinn á Raufarhöfn - Fjárhagsáætlun 2013

201210069

Mættar voru Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri, Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir fulltrúi kennara og Berglind Friðbergsdóttir fulltrúi foreldra. Skólastjóri fór yfir starfsemi Grunnskólans á Raufarhöfn og fjárhagslega stöðu rekstursins. Fulltrúar Grunnskólans á Raufarhöfn viku af fundi kl. 18:15

4.Bókasafnið á Raufarhöfn - Fjárhagsáætlun 2013

201210071

Fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi Bókasafnsins á Raufarhöfn og fjárhagslega stöðu rekstursins.

5.Fjárhagsáætlun 2013 - Málaflokkar 03-04-05

201210072

Fræðslu- og menningarnefnd felur stjórnendum innan málaflokka nefndarinnar að vinna tillögur að hagræðingu hver fyrir sína stofnun fyrir fjárhagsárið 2013 fyrir næsta fund nefndarinnar samkvæmt úthlutun ramma.

6.Viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla.

201210079

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla.

Fundi slitið - kl. 19:00.