Fara í efni

Skólamötuneyti við Borgarhólsskóla, rekstrarfyrirkomulag

Málsnúmer 201308084

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 28. fundur - 05.09.2013

Fulltrúar Borgarhólsskóla Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri, Sólveig Mikaelsdóttir og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúar kennara mættu á fundinn undir þessum lið.Skólastjóri greindi frá stöðu framkvæmda við mötuneyti Borgarhólsskóla, framkvæmd er á áætlun. Fræðslu- og menningarnefnd felur skólastjóra að skipuleggja rekstur mötuneytis og auglýsa eftir starfsfólki í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa og bæjarstjóra. Mötuneytið verði rekið sem sérstök bókhaldsdeild á ábyrgð skólastjóra.