Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

29. fundur 08. október 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Guðmundur Magnússon 1. varamaður
  • Friðrika Baldvinsdóttir 2. varamaður
  • Erna Björnsdóttir 3. varamaður
  • Aðalbjörg Sigurðardóttir varamaður
  • Trausti Aðalsteinsson varamaður
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Lista- og menningarsjóður, ráðstöfun 2013

Málsnúmer 201310023Vakta málsnúmer

Framlag til Lista- og menningarsjóðs samkvæmt upptekinni fjárhagsáætlun 2013 er kr. 700.000.-, eign sjóðsins er kr 1.525.876.- og óskerðanlegt stofnfé kr. 500.000.-. Fyrir liggja umsóknir vegna kr. 1.530.000.- auk umsókna þar sem sótt er um ótilgreinda fjárhæð. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að úthluta úr sjóðnum sem nemur framlagi ársins.

2.Hjörvar Gunnarsson f.h. Píramusar og Þispu sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201302051Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi dagsett í febrúar 2013 þar sem gerð er grein fyrir starfsemi félagsins, sótt er um styrk vegna uppsetningar á leikritinu "Á svið" eftir Rick Abbot.Fræðslu og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.-

3.Ingunn St. Svavarsdóttir, umsókn um styrk

Málsnúmer 201302058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar 2013. Ingunn sækir um styrk til að skapa og koma upp útilistaverkinu "Dans" á áningarstað við Borgarás ofan við Klapparós í Núpasveit. Fyrir nefndinni liggur greinargerð um verkið ásamt ljósmyndum af frumgerð þess. Listakonan sækir innblástur til genginna menningarfrömuða af svæðinu, uppfinningamannsins Kristins Kristjánssonar frá Nýhöfn og skáldsins og rithöfundarins Jóns Trausta og munu verk þeirra endurspeglast í verkinu. Fyrirhugað listaverk er í senn minnisvarði og óður til verka þessara gengnu menningarfrömuða og landsins sem þeir byggðu
<SPAN lang=EN-GB><FONT face="Times New Roman">Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 30.000.-

4.Jenný Lára Arnórsdóttir, ósk um aðstöðu vegna leiksýningar

Málsnúmer 201308015Vakta málsnúmer

Erindið er dagsett 18. júlí 2013 og tekið fyrir á fundi bæjarráðs 15. ágúst 2013. Jenný Lára er menntuð leikkona og leikstjóri, hún hlaut styrk frá Menningarverkefni Eyþings "Aftu heim" sem ætlað var að hvetja ungt listafólk til að sýna verk sín á svæðinu. Jenný Lára vinnur að gerð leiksýningar sem byggir á sönnun, þingeyskum ástarsögum. Jenný Lára sækir um sýnigaraðstöðu vegna einnar sýningar.

5.Vinstri-Hægri-Vinstri, umferðarfræðsla, umsókn um styrk

Málsnúmer 201308070Vakta málsnúmer

Erindið er dagsett 28. ágúst 2013, á fundi sínum 29. ágúst 2013 vísar bæjarráð því til fræðslu- og menningarnefndar. Um er að ræða styrkbeiðni frá Vintri-Hægri-Vinstri vegna umferðarfræðslu fyrir yngsta stig grunnskóla.
Félagið óskar eftir styrk að upphæð 105.000.- til að fræða yngstu nemendur í Norðurþingi um hætturnar sem leynast í umferðinni.
Vinstri-Hægri-Vinstri er tuttugu mínútna langt leikrit.
Farið er í allar grunnreglur umferðarinnar. Hvernig á að fara yfir götu, hvernig á að haga sér í bíl og hvað þarf að passa upp á þegar farið er út að hjóla.
Ætlunin er að fara með verkið í hvern einasta grunnskóla á landinu og fræða yngstu börnin um helstu hættur umferðarinnar. Eftir hverja sýningu eru umræður milli persóna og áhorfenda. Umferðarstofa er í samstarfi um verkefnið og var handritið unnið í samvinnu við fagmenn sem þar vinna. Áætlað er að heimsækja alla skóla á Íslandi á tímabilinu 1. september 2013 til 15. febrúar 2014.

6.María Hermundsdóttir f.h. Þingeyskra fingurbjarga sækir um styrk til lista- og menningarmála

Málsnúmer 201309070Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 23. september 2013, um styrk að upphæð kr. 75.0000.- vegna kynningar- og söluferðar Þingeyskra fingurbjarga veturinn 2013 - 2014. Verkefnið Þingeyskar fingurbjargir framleiðir minjagripi og nytjavörur sem eru eftirmyndir safnmuna sem eru til á Byggðasafni Norður Þingeyinga auk þess að hanna og framleiða muni sem kallast á við umhverfið. Framleiðslan hefur verið kynnt á Kópaskeri í Gljúfrastofu og á Raufarhöfn í sumar. Nú er stefnt að kynningu á Akureyri og í Reykjavík. Aðstandendur verkefnisins vonast til þess að auk þess að kynna vörur sínar veki þeik jákvæða athygli á svæðinu og geti kynnt það sem áhugaverðan áfangastað.

7.Skjálftafélagið á Kópaskeri sækir um styrk í lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201309086Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 23. september 2013 um styrk að upphæð kr. 150.000. Skjálftasetrið á Kópaskeri vinnur að því að lengja ferðamannatímann á svæðinu með því að fá til sín jarðfræðinema á jaðartímum. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að ná samstarfi við innlenda og erlenda háskóla um verkið, því er sótt um styrk vegna heimsókna í háskóla.

8.Kór Raufarhafnarkirkju, umsókn um styrk

Málsnúmer 201309090Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn móttekin 29. september 2013 um styrk að upphæð kr. 100.000.- vegna raddþjálfunar kórmeðlima. Kórinn, sem byggir á sjálfboðastarfi, syngur við allar kirkjulegar athafnir á Raufarhöfn og einnig við önnur tilefni svo sem á menningardögum.

9.Leikfélag Húsavíkur sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201309091Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsókn dagsett 30. september 2013 um rekstrarstyrk að upphæð kr. 250.000. Gerð er grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi félagsins á leikárinu en Oddur Bjarni Þorkelsson hefur verið fenginn til að leikstýra hjá félaginu og honum til aðstoðar verður Margrét Sverrisdóttir. Rekstrarreikningur 2012 er lagður fram með umsókninni.

10.Umsókn í Lista- og menningarsjóð frá Sólseturskórnum á Húsavík

Málsnúmer 201309092Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 30. september 2013 um styrk vegna starfsemi kórsins. Gerð er grein fyrir starfinu en kórinn æfir reglulega einu sinni til tvisvar í viku og syngur við ýmsar athafnir.

11.HSÞ sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201310001Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 30. september 2013 um styrk að upphæð kr. 50.000. HSÞ á aldarafmæli árið 2014. Í því tilefni á að færa gamlar heimildir um landsmót UMFÍ sem HSÞ hélt árið 1961 á Blue-Ray/DVD. Um er að ræða merkilegar heimildir um íþróttamenningu í Þingeyjarsýslum. Diskurinn verður fjölfaldaður og seldur á afmælisárinu til þess að fjármagna kostnað við afmælishaldið.

12.List án landamæra, umsókn um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201310019Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn um styrk að upphæð kr. 500.000. vegna samstarfssýningar milli Húsavíkur og Reykjavíkur. List án landamæra er listahátíð sem haldin er um allt land, aðstandendur hátíðarinnar lýsa áhuga á að efla hana enn frekar í Norðurþingi og hyggjast í því skyni stofna til samstarfs milli listamanna á Húsavík og í Reykjavík. Listaverk verða sýnd í Safnahúsinu á Húsavík og í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áætlaður kostnaður vegna samstarfsins er kr. 500.000 - 600.000.Jafnframt er óskað eftir uppástungum frá heimamönnum að verkenfum sem geta stuðlað að betri og flottari hátíð.

13.Hljómsveitin SOS sækir um styrk til að halda kertaljósatónleika á Húsavík í desember 2013

Málsnúmer 201310020Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 1. október 2013 um styrk að upphæð kr. 150.000 vegna kertaljósatónleika á Húsavík í desember 2013. Hljómsveitin SOS er skipuð áhugafólki í tónlist og til stendur að fá til liðs við hljómsveitina söngvara bæði unga og reyndari, til að ljá lið við flutning tónlistarinnar. Á dagskrá verða bæði innlend og erkend lög, frumsamin og ábreiður. Aðgangseyrir á tónleikana mun renna óskiptur til Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Styrknum er ætlað að standa straumaf kostnaði við húsnæði, hljóðkerfi og hljóðblöndun en listamennirnir gefa sína vinnu.

14.Unnsteinn I. Júlíusson f.h. Heilsutríósins sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201310021Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 1. október 2013 um styrk að upphæð kr. 150.000. Tónlsitarhópurinn Heilsutríóið, sem skipað er fjórum starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, sækir um styrkt til að halda tónleika í Þingeyjarsýslum í desember 2013 og/eða janúar 2014. Hópurinn er skipaður áhugafólki í tónlist og hefur komið fram við ýmsi tækifæri á liðnum árum, en aldrei haldið heila tónleika á eigin forsendum. Á efnisskrá verða bæði innlend og erlend lög í útsetningu Heilsutríósins. Lagavar er frekast á ljúfum nótum og höfðar til breiðst hóps. Sótt er um styrk til að standa straum af kostnaði við húsnæði, ferðir, hljóðkerfi og hljóðblöndun.

15.Kirkjukór Húsavíkur sækir um styrk úr Lista- og menningarsjóði

Málsnúmer 201310022Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 2. október 2013 um styrk til starfsemi Kirkjukórs Húsavíkur. Kórinn verður 70 ára þann 28. október n.k. og af því tilefni eru í undirbúningi stórir afmælistónleikar í mars 2014. Í umsókninni er gerð grein fyrir starfsemi kórsins en kórinn syngur við allar kirkjulegar athafnir í Húsavíkrukirkju auk fleiri tilefna. Starf kórsisn er sjálfboðastarf og eru félagar 35 - 40. Á árinu 2012 voru alls 103 messur, æfingar, jarðarfari og aðrar athafnir í kirkjunni sem kórinn kom að. Efnahags- og rekstrarreikningur kórsisn vegna ársisn 2012 fylgir með umsókninni.

16.Sögu- og bókmenntastígar, samstarfsverkefni

Málsnúmer 201309085Vakta málsnúmer



Fyrir nefndinni liggur kynning dagsett 25. september 2013 á sameiginlegu verkefni Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, Bókasafnsins á Húsavík og garðyrkjustjóra Norðurþings.
Hugmyndin gengur út á að gera merkta stíga, annars vegar sagnfræðistíg og hins vegar bókmenntastíg, þar sem gera á sýnilega sögu svæðisins og bókmenntir, með skiltum, hugsanlega skannanlegum kóðum fyrir snjallsíma og jafnvel símanúmerum þar sem hringja má inn og heyra upplestur fróðleiks, ljóða eða annars efnis.

Ætlunin er að sækja um styrki til verkefnisins og hugsanlega fá að því fleiri aðila þegar búið er að móta verkefnið frekar, gert er ráð fyrir að framlag bókasafnsins til verkefnisins verði vinnuframlag starfsmanna og rúmist innan fjárhagsáætlunar safnsins.

17.Ytra mat á skólastarfi í Norðurþingi

Málsnúmer 201310030Vakta málsnúmer

Samkvæmt lögum um leikskóla og lögum um grunnskóla ber skólanefndum að hafa eftirlit með skólastarfi leik- og grunnskóla og annast ytra mat á skólastarfi fyrir hönd sveitarstjórna.

18.Youth and Action 2014, boð um þátttöku

Málsnúmer 201309055Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur kynning á verkefninu Youth and Action 2014. Norðurþingi stendur til boða að senda ungmenni á friðarráðstefnu í Moss í tilefni af 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar. Leitað var til Norðurþings vegna sameiginlegrar umsóknar um ferðakostnað í evrópskan sjóð "Youth in Action". Ekki er um fjárhagsskuldbindingar að ræða af hálfu sveitarfélagsins, ef styrkur fæst er sveitarfélagið skuldbundið að senda ungmenni. Vegna umsóknar þurfti tvo samstarfsaðila frá Íslandi og var leitað til Akureyrar vegna þess. Málið hefur verið unnið í samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa og sameiginleg ákvörðun að málið verði á ábyrgð hans en fræðslu- og menningarfulltrúi og fræðslu- og menningarnefnd verði upplýst um framgang þess.

19.Þjónustusamningur milli Norðurþings og Tjörneshrepps

Málsnúmer 201309093Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi samning.

20.Samningur frá 2012 ásamt viðauka 2013, við Þingeyjarsveit v/nemenda úr Norðurþingi sem stunda nám við Hafralækjarskóla

Málsnúmer 201309057Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir samninginn og viðauka við hann.

21.Tónlistarnám nemenda frá Grímsstöðum á Fjöllum

Málsnúmer 201310034Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggja drög að samningi vegna tónlistarnáms nemanda frá Grímsstöðum á Fjöllum við Tónlistarskóla Skútustaðahrepps. Ekki er unnt að veita nemanda þjónustu í skóla sem rekinn er af Norðurþingi.

22.Umsókn um kostnaðarþátttöku vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 201310018Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar vegna söngnáms Lilju Bjarkar Jónsdóttur dagsett 2. október 2013. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu en er tilbúin að sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og fylgi það framlag Lilju Björku ef það fæst. Ekki verður um neinar beinar greiðsluf frá sveitarfélaginu að ræða vegna tónlistarnámsins og þarf nemandi sjálfur að ábyrgjast greiðslur gagnvart Tónlistarskóla Akureyrar.

23.Fjárhagsáætlun 2014, málaflokkur 03

Málsnúmer 201310015Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í sjúkraþjálfun aldraðra verði felldar úr gildi enda ekki um lögbundna þjónustu að ræða.

24.Fjárhagsáætlun 2014, málaflokkur 04

Málsnúmer 201310016Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skiptingu fjárhagsramma, kr. 1.670.000 verði fluttar af málaflokki 04 á málaflokk 05.

25.Fjárhagsáætlun 2014, málaflokkur 05

Málsnúmer 201310017Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skiptingu fjárhagsramma, kr. 1.670.000 verði fluttar af málaflokki 04 á málaflokk 05, tillaga að úthlutuðum ramma því kr. 46.670.000.

26.Gjaldskrár á fræðslu- og menningarsviði 2014

Málsnúmer 201310029Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að gjaldskrár á fræðslu- og menningarsviði vegna ársins 2014 taki mið af verðlagsbreytingum.

27.Lokaskýrsla um sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum, til kynningar

Málsnúmer 201301045Vakta málsnúmer

Niðurstöður könnunar meðal sveitarstjórna um fyrirkomulag og framkvæmd reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum sem Capacent Gallup ehf. vann fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið lögð fram til kynningar. Í erindi frá ráðuneytinu er jafnframt kynnt að til þess að fá betri mynd af þjónustunni verður gerð úttekt um fyrirkomulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu hjá sex sveitarfélögum með mismunandi fyrirkomulag sérfræðiþjónustu.

28.Samningar sveitarfélaga og Fjölís, til kynningar

Málsnúmer 201309081Vakta málsnúmer

Bréf sambands íslenskra sveitarfélaga til allar sveitarfélag og bréf sambandsins til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um stöðu mála varðandi samninga sveitarfélaga og Fjölís vegna ljósirtunar og hliðstæðrar afritunar í skólum lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.