Fara í efni

Unnsteinn I. Júlíusson f.h. Heilsutríósins sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201310021

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013

Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 1. október 2013 um styrk að upphæð kr. 150.000. Tónlsitarhópurinn Heilsutríóið, sem skipað er fjórum starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, sækir um styrkt til að halda tónleika í Þingeyjarsýslum í desember 2013 og/eða janúar 2014. Hópurinn er skipaður áhugafólki í tónlist og hefur komið fram við ýmsi tækifæri á liðnum árum, en aldrei haldið heila tónleika á eigin forsendum. Á efnisskrá verða bæði innlend og erlend lög í útsetningu Heilsutríósins. Lagavar er frekast á ljúfum nótum og höfðar til breiðst hóps. Sótt er um styrk til að standa straum af kostnaði við húsnæði, ferðir, hljóðkerfi og hljóðblöndun.