Fara í efni

Sögu- og bókmenntastígar, samstarfsverkefni

Málsnúmer 201309085

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013



Fyrir nefndinni liggur kynning dagsett 25. september 2013 á sameiginlegu verkefni Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, Bókasafnsins á Húsavík og garðyrkjustjóra Norðurþings.
Hugmyndin gengur út á að gera merkta stíga, annars vegar sagnfræðistíg og hins vegar bókmenntastíg, þar sem gera á sýnilega sögu svæðisins og bókmenntir, með skiltum, hugsanlega skannanlegum kóðum fyrir snjallsíma og jafnvel símanúmerum þar sem hringja má inn og heyra upplestur fróðleiks, ljóða eða annars efnis.

Ætlunin er að sækja um styrki til verkefnisins og hugsanlega fá að því fleiri aðila þegar búið er að móta verkefnið frekar, gert er ráð fyrir að framlag bókasafnsins til verkefnisins verði vinnuframlag starfsmanna og rúmist innan fjárhagsáætlunar safnsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 34. fundur - 09.10.2013

F&h nefnd samþykkir aðkomu Þjónustustöðvar Norðurþings að málinu.