Fara í efni

Umsókn um kostnaðarþátttöku vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 201310018

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013

Fyrir nefndinni liggur erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar vegna söngnáms Lilju Bjarkar Jónsdóttur dagsett 2. október 2013. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu en er tilbúin að sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og fylgi það framlag Lilju Björku ef það fæst. Ekki verður um neinar beinar greiðsluf frá sveitarfélaginu að ræða vegna tónlistarnámsins og þarf nemandi sjálfur að ábyrgjast greiðslur gagnvart Tónlistarskóla Akureyrar.