Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

83. fundur 26. september 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Olga Gísladóttir 1. varamaður
  • Soffía Helgadóttir 2. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.808. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201309046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 808. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014

Málsnúmer 201309028Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur auglýsing frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Með auglýsingu þessari vill ráðuneytið gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiksveiðiárið 2013/2014, á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Bæjar- og sveitarstjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðalögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast þær öll samskipti við ráðuneytið, sem nauðsynleg eru vegna úthlutunnarinnar. Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðársins 2013/2014 er til 30. septembe 2013. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.Til greina við úthlutun byggðakvóta koma:1. Minni byggðarlög (viðmiðun er 2.000 íbúar þann 1. desember 2012), sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski. Skal sveitarstjórn gera ráðuneytinu ítarlega grein fyrir vanda byggðarlagsins sem talið er að rekja megi til samdráttar í sjávarútvegi á síðustu árum og fyrir þýðingu veiða og vinnslu botnfisks fyrir byggðarlag.2. Byggðarlög sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem verulega áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim. Sveitarstjórnir skulu leggja fram gögn, sem sýna fram á að tilteknu byggðarlagi hefur óvænt skerðing heildaraflaheimilda fiskiskipa sem gerð eru þaðan út og landað hafa þar afla, hafi haft veruleg neikvæð áhrif á atvinnuástand í viðkomandi byggðarlagi. Að fegnum umóknum sveitarfélaga tekur ráðuneytið ákvörðun um hversu mikill byggðakvóti kemur í hlut einstakra byggðarlaga og tilkynnir bæjar-/sveitarstjórnum niðurstöðuna. Ráðuneytið gefur út reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2013/2014, nr. 664, 10. júlí 2013 og relgugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014, nr. 665, 10. júlí 2013 og eru bæjar- og sveitarstjórnarmenn hvattir til að kynna sér innihald þeirra. Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir byggðarlög Norðurþings og skila inn greinargerð samkvæmt ofangreindri auglýsingu.

3.Atvinnuveganefnd Alþingis, 44. mál til umsagnar

Málsnúmer 201309060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis, þingslályktunartillaga um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 44. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 8. október n.k. Erindið lagt fram til kynningar.

4.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 201309047Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 2. október n.k. á Hilton Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst hann kl. 16:00 Bæjarráð felur Gunnlaugi Stefánssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

5.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2013

Málsnúmer 201301049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 116. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Klappir Development ehf., umsókn um lóð v/120.000 tonna álvers á Bakka

Málsnúmer 201309062Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur umsókn um lóð í landi Bakka frá félaginu Klappir Development ehf.
Félagið hefur áhuga á að byggja og reka 120 þúsund tonna álver í landi Bakka við Húsavík. Fulltrúar Klappa hafa unnið að undirbúningi að uppsetningu og rekstri á álveri um tveggja ára skeið, þar sem starfað hefur verið með ráðgjöfum innanlands og erlendis á þessu sviði. Sveitarfélagið Norðurþing hefur verið upplýst um þróun verkefnisins. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni skapa 280 heilsársstörf í álverinu auk fjölda afleiddra starfa. Áætlanir miðast við að nýta Húsavíkurhöfn með vegtengingu við iðnaðarsvæðið. Álverið þarf 210 MWe af raforku og hófust viðræður við Landsvirkjun vegna orkusölusamnings sl. vor. Stefnt er að því að álverið verður eitt það fullkomnasta sem völ er á bæði hvað varðar orkunýtingu og umhverfisstaðla og byggir á NEUI kertækni, á þriðja tug álvera eru starfandi í dag sem byggja á þessari tækni. Í áætlunum Klappa er gert ráð fyrir að framleiða virðisaukandi vörur og binda afurðir því ekki eins við heimsmarkaðsverð á áli sem hrávöru.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með umsóknina og þann áhuga sem félagið hefur sýnt iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Sveitarfélagið Norðurþing hefur sett sér almenn viðmið gagnvart sínum samstarfsaðilum sem m.a. fela í sér kröfu um reynslu, skýrar áætlanir, faglega nálgun og fjárhagslegan styrk til að ljúka fyrirhuguðum verkefnum. Gott samstarf við heimamenn er að sjálfsögðu lykilatriði.
Sveitarfélagið lýsir sig reiðubúið til að taka upp viðræður um lóðarúthlutun um leið og fyrir liggur samstarfsyfirlýsing við orkusöluaðila um orkuafhendingu, sem er forsenda þess að verkefnið verði að veruleika.

7.Norðlenska, ósk um leyfi til að setja blóð v/slátrunar í útrás við Bökugarð

Málsnúmer 201308069Vakta málsnúmer

Bréf bæjarstjóra til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og svar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra vegna óska Norðlenska hf., um að setja blóð vegna slátrunar í útrás við Bökgarð, lagt fram til kynningar.

8.Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Norðurþing gera með sér samstarfssamning

Málsnúmer 201309063Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samstarfssamningur á milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Norðurþings. Samstarfssamningurinn felur í sér aukna samvinnu um þróunarverkefni á skilgreindum sviðum nýsköpunar, tækni, og atvinnuþróunar. Markmið samningsins er að stofna til verkefna á sviði nýsköpunar, hagnýtra rannsókna, þekkingariðnaðar og atvinnuþróunar í Norðurþingi í því skyni að auka samkeppnishæfni svæðisins bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Samstarfsamningurinn felur ekki í sér fjárhagsskuldbindingu fyrir sveitarfélagið. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

9.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2014 - samstæða

Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014.Vinna við fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2014 er hafin og mun sú vinna taka næstu 3 mánuði en tvær umræður í bæjarstjórn þarf áður en endanleg fjárahagsáætlun öðlast gildi. Skipting skatttekna til ráðstöfunar í reksturs málaflokka A - hluta er gert ráð fyrir um 1.626.- milljónir króna. Lykilforsendur við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2014 byggja á forsendum Seðalabanka Íslands og Hagstofunnar við gerð fjárlagafrumvarp ríksins. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um úthlutun fjárhagsramma á málaflokka A hluta fyrir árið 2014 og felur bæjarstjóra að kynna stjórnendum fyrirliggjandi ramma.

10.Aðalfundur Eyþings 2013

Málsnúmer 201303027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Eyþings sem fram fer dagana 27. til 28. september í grunnskólanum á Grenivík. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.