Fara í efni

Norðursigling ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir hús á þaki Hafnarstéttar 11

Málsnúmer 201312013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 112. fundur - 11.12.2013

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 45 m² húsi í götuhæð ofan á þaki Hafnarstéttar 11. Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur fyrirhugað mannvirki í samræmi við heimildir deiliskipulags og leggur því til við bæjarstjórn að stöðuleyfi verði veitt fyrir húsinu. Stöðuleyfið verði ávallt uppsegjanlegt með árs fyrirvara. Sigríður leggst gegn veitingu stöðuleyfis á þessum stað. Soffía sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn Norðurþings - 31. fundur - 17.12.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 45 m² húsi í götuhæð ofan á þaki Hafnarstéttar 11.
Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt.
"Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur fyrirhugað mannvirki í samræmi við heimildir deiliskipulags og leggur því til við bæjarstjórn að stöðuleyfi verði veitt fyrir húsinu.
Stöðuleyfið verði ávallt uppsegjanlegt með árs fyrirvara. Sigríður leggst gegn veitingu stöðuleyfis á þessum stað. Soffía sat hjá við afgreiðslu."
Til máls tóku: Friðrik, Soffía og Jón Grímsson.


Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Sigurgeirs, Olgu, Þráins og Jóns. Hjámar Bogi og Soffía sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Friðrik og Trausti greiddu atkvæði gegn tillögunni.