Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

51. fundur 11. febrúar 2015 kl. 16:00 - 20:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Cruise Iceland

201303007

Lagt fram til kynningar.

2.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2014

201502016

Lagt fram til kynningar.

3.Afgreiðsla umsókna í Landbótasjóð 2015

201502022

Lagt fram til kynningar.

4.Ósk um fjárstuðning í Yrkjusjóð Skógræktarfélags Íslands

201502038

Fyrir fundinum lá bréf frá sjóðnum þar sem fram kemur að sjóðurinn heitir fullu nafni Yrkja- sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Hann kaupir og úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna samkvæmt umsóknum skólanna.
Nú er farið að þrengja að möguleikum sjóðsins til úthlutunar og því hefur hann óskað eftir stuðningi nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins, að lágmarki kr. 150.000,- til þess að geta haldið áfram þessu mikilvæga starfi Yrkjusjóðs.
Erindinu er hafnað.

5.Sameining og samvinna hafna, skýrsla

201501057

Á hafnasambandsþingi sem haldið var í Dalvík og Fjallabyggð 4. og 5. september sl. var rætt um að mikilvægt væri að hafnir og sveitarfélög ynnu saman að því að efla starfsemi hafna og gera hverja rekstrareiningu arðbæra.
Stjórn hafnasambandsins var falið að gera úttekt á möguleikum á samvinnu og sameiningu hafnasjóða. Stjórnin fól stefnumótunarnefnd hafnasambandsins þá vinnu og gerði hún óformlega könnun þar sem leitað var eftir viðhorfum ýmissa aðila sem starfa hjá sveitarfélögunum til hugsanlegs samstarfs og sameiningu hafnasjóða.

Skýsla með niðurstöðu könnunarinnar lá fyrir fundinum til kynningar.

6.Sala eigna árið 2015

201412024

Rætt um mögulega sölu ýmissa eigna sveitarfélagsins og hvernig henni yrði best hagað.
Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir að heimila Eignasjóði að undirbúa sölu eigna í eigu sjóðsins. Markmiðið er að lækka viðhalds- og rekstrarkostnað sjóðsins.

Nefndin felur umsjónamanni fasteigna og framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samstarfi við bæjarráð að útbúa reglur um eignasölu og leggja fyrir nefndina að nýju.

7.Umgengni um hafnarsvæðið á Húsavík

201409057

Hafnarsvæðið er hvort tveggja andlit byggðarinnar á Húsavík og vettvangur matvælaframleiðslu. Nefndin leggur því ríka áherslu á bætta umgengni notenda hafnarsvæðisins. Ekki gengur að rusl sé skilið eftir á hafnarsvæðinu.

Þjónustustöðin hefur þegar hafið hreinsun á svæðinu og mun halda henni áfram í samstarfi við hafnavörð.

8.Þjóðvegurinn í gegnum Húsavík og Raufarhöfn, ítrekun

201411016

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins. Nefndin ítrekar enn fyrri kröfur um að Vegagerðin ráðist í aðgerðir til að auka öryggi og draga úr umferðarhraða þjóðvega sem liggja í gegnum byggðakjarna í Norðurþingi.

9.Leikvellir í sveitarfélaginu Norðurþingi.

201006081

Tómstunda- og æskulýðsnefnd lagði til við framkvæmda- og hafnanefnd árið 2011 að einn leikvöllur yrði uppfærður árlega. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkti á fundi sínum 12. febrúar 2014 að setja viðhald eins leikvallar á viðhalds- og fjárfestingaráætlun ársins 2014. Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum.

Leikvöllum í Norðurþingi hefur á síðustu árum verið fækkað úr 17 í 10 og hafa þeir verið teknir út útfrá öryggissjónarmiðum. Mikilvægt er að viðahaldi á leikvöllum verði sinnt og að einn leikvöllur verði tekinn til endurbóta ár hvert.

10.Kvíabekkur endurbygging

201403053

Farið yfir greinargerð sem Jan Aksel Harder Klitgaard hefur gert um uppbyggingu Kvíabekks og stöðu verksins.

11.Vegagerðin, sjóvörn undir bökkum á Húsavík

201409046

Verkið var boðið út í annað sinn núna í janúar í endurskoðaðri útgáfu og voru tilboð opnuð 27. janúar.

12.Gangbrautir og bílastæði í miðbæ Húsavíkur

201502043

Mikil fjölgun ferðamanna á Húsavík undanfarin ár hefur kallað á skoðun á umferðarmálum í miðbæ Húsavíkur bæði hvað varðar ökutæki og gangandi umferð.
Nefndin leggur til að gangbraut milli Garðarsbrautar 5 og Garðarsbrautar 6 verði flutt um c.a. 15 metra til suðurs, en núverandi staðsetning hennar skapar hættu vegna grindverks sem skerðir útsýni umferðar á gangandi vegfarendur, sérstaklega börn. Þá verði komið upp skiltum sem vísa á bílastæði við grunn- og framhaldsskóla, en þau eru lítið notuð yfir sumartímann. Komið verði á einstefnu gegnum bílastæði við Stóragarð. Loks verði komið upp stökkstæði (drop off) fyrir rútur meðfram Ketilsbraut 7 til 9 og það merkt með skiltum við afleggjara upp á Stóragarð og Vallholtsveg. Við það fækkar um 10 stæði í miðbænum, en leyst verður úr brýnum vanda við aðkomu hópferðabíla í miðbæ Húsavíkur. Þegar hefur verið komið upp tveimur slíkum stæðum á hafnarsvæðinu.

13.Framkvæmdir á vegum framkvæmda- og hafnanefndar árið 2015

201502044

Rætt um mögulegar framkvæmdir á vegum framkvæmda- og hafnanefndar á þessu ári og fjármögnun þeirra.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
"Ég sakna þess að ekki sé lögð fram viðhalds- og framkvæmdaáætlun ásamt fjármagni líkt og undanfarin ár".

14.Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík

201502045

Hús þjónustustöðvar að Höfða 9 á Husavík hefur verið selt og því þarf að finna starfseminni nýjan samastað.Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að hefja viðræður við Sorpsamlag Þingeyinga og bæjarráð um möguleika í flutningi Þjónustustöðvar í austari skemmu SÞ að Víðimóum og jafnframt verði kannað hvaða breytingar þarf að gera á húsnæðinu og hver kostnaður verður af flutningi og breytingum húsnæðisins að Víðimóum.

15.Staða garðyrkjustjóra Norðurþings

201411070

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins en starfið hefur verið auglýst og rennur umsóknarfrestur út þann 13. febrúar n.k.

Nefndin felur Framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ráða í starfið.

16.Ljósmál - heimildamynd um sögu vita á Íslandi, umsókn um styrk

201502059

Erindi frá Dúa Landmark vegna Ljósmál ehf. sem vinnur að heimildarmynd um sögu vita á Íslandi. Framleiðendur myndarinnar leita eftir stuðningi þeirra aðila sem komið hafa að sögu vitanna.
Óskað er eftir stuðningi framkvæmda- og hafnanefndar allt að 400.000kr.
Nefndin telur sér ekki fært að verða við ósk þessari en fagnar framtakinu.

17.Olga Gísladóttir f.h. Stóranúps ehf. óskar eftir að reka tjaldsvæðið í Lundi, Öxarfirði

201502031

Nefndin samþykkir að ganga til samninga við Stóranúp ehf. um rekstur tjaldsvæðis í Lundi.
Olga Gísladóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðs.
Hafsteinn H. Gunnarsson framkvæmdastjóri SÞ sat fundinn símleiðis undir þessum lið.

18.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

201410060

Farið yfir útboðsgögn og þau rædd. Útboðsgögn samþykkt með áorðnum breytingum.

Fundi slitið - kl. 20:00.