Fara í efni

Staða garðyrkjustjóra Norðurþings

Málsnúmer 201411070

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 45. fundur - 19.11.2014

Jan Klitgaard garðyrkjustjóri kom á fundinn en hann hefur sagt upp störfum hjá sveitarfélaginu og mun taka við nýju starfu um nk. áramót. Jan fór yfir stöðu mála og verkefnin framundan.

Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Jan fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 47. fundur - 10.12.2014

Nefndin ræddi um þá stöðu sem komin er upp eftir að Jan Aksel Klitgaard, garðyrkjustjóri sveitarfélagsins hefur sagt starfi sínu lausu. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fela fogþ fulltrúa að auglýsa starf garðyrkjustjóra.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins en starfið hefur verið auglýst og rennur umsóknarfrestur út þann 13. febrúar n.k.

Nefndin felur Framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ráða í starfið.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 55. fundur - 30.03.2015

Kynntur nýr garðyrkjustjóri Norðurþings, Smári Lúðvíksson.
Nýr garðyrkjustjóri mætti á fund nefndarinnar og kynnti sig.