Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi
201410060
2.Ásdís Thoroddsen f.h. Arctic Angling ehf. sækir um nýtingarleyfi á smálubba í landi Raufarhafnar til næstu 5 ára
201503091
Ætlun umsækjenda er að tína og þurrka sveppinn smálubba (Leccinum rotundifolia) og fá síðan vottun fyrir hann sem náttúrlega afurð.
Nefndin samþykkir erindið.
3.Tilboð í uppsetningu á þráðlausu neti fyrir Stjórnsýsluhús á Húsavík, Borgarhólsskóla og Grænuvelli
201503106
Fyrir fundinum lá tilboð frá Advania um uppsetningu þráðlauss nets í ofangreindar byggingar.
Nefndin frestar málinu til næsta fundar til frekari skoðunar og samanburðar á verði. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leita tilboða frá fleiri aðilum og sömuleiðs kanna í samráði við umsjónarmann fasteigna Norðurþings hvort þörf sé á samskonar uppsetningu í fleiri stofnanir eða eignir Norðurþings.
4.Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík
201502045
Fjallað um færslu Þjónustustöðvar á Húsavík og mögulegar lausnir henni tengdar.
Umsjónarmaður fasteigna lagði fyrir nefndina hugmyndir til umræðu.
Umsjónarmaður fasteigna lagði fyrir nefndina hugmyndir til umræðu.
Bæjarstjóri og verkstjóri í Þjónustumiðstöð sátu fundinn undir þessum lið. Nefndin veitir framkvæmda- og þjónustufulltrúa og bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga um afnot af húsnæði fyrir starfsemi Þjónustustöðvar í sumar. Í framhaldi verði unnið að varanlegri lausn.
5.Staða garðyrkjustjóra Norðurþings
201411070
Kynntur nýr garðyrkjustjóri Norðurþings, Smári Lúðvíksson.
Nýr garðyrkjustjóri mætti á fund nefndarinnar og kynnti sig.
6.Viðhaldsdýpkun í Kópaskershöfn
201406094
Rætt um ástand hafnarinnar á Kópaskeri sem er slæmt vegna mikilar sandsöfnunar sem takmarkar mjög nýtingu hennar.
Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Fyrir liggur að skipa á sérstaka hafnarstjórn Norðurþings og mikilvægt að hún geri könnun á stöðu hafna sveitarfélagsins og gjaldskrám og geri í framhaldi samanburð við nærliggjandi hafnir.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Hafsteinn H. Gunnarsson framkvæmdastjóri SÞ og Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.